Segja konuna „upplifa falskar minningar“

Jeffrey Epstein | 15. janúar 2022

Segja konuna „upplifa falskar minningar“

Lögfræðingar Andrésar, hertogans af York, vilja yfirheyra sálfræðig sem meðhöndlaði, Virginiu Giuffre, konuna sem sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi, og fullyrtu að hún gæti verið haldin fölskum minningum. 

Segja konuna „upplifa falskar minningar“

Jeffrey Epstein | 15. janúar 2022

Andrés Bretaprins í apríl í fyrra.
Andrés Bretaprins í apríl í fyrra. AFP

Lögfræðingar Andrésar, hertogans af York, vilja yfirheyra sálfræðig sem meðhöndlaði, Virginiu Giuffre, konuna sem sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi, og fullyrtu að hún gæti verið haldin fölskum minningum. 

Lögfræðingar Andrésar, hertogans af York, vilja yfirheyra sálfræðig sem meðhöndlaði, Virginiu Giuffre, konuna sem sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi, og fullyrtu að hún gæti verið haldin fölskum minningum. 

Giuf­fre hef­ur sakað Andrés um að hafa beitt sig kyn­ferðisof­beldi þegar hún var aðeins 17 ára göm­ul. 

Málið teng­ist fjölda ásak­ana um kyn­ferðisof­beldi gegn ung­um stúlk­um í tengsl­um við kyn­ferðis­brota­mann­inn Jef­frey Ep­stein sem á að hafa greitt Giuf­fre hálfa millj­ón banda­ríkja­dala árið 2009 gegn því að hún myndi ekki til­kynna brot gegn henni til lög­reglu.

Réttarhöld gætu farið fram síðar á þessu ári

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að dómsskjöl sýni að lögfræðingarnir vilji að eiginmaður Virginia Giuffre, Robert, og sálfræðingur hennar, verði eiðsvarinn.

Dóm­stóll í Banda­ríkj­un­um hafnaði beiðni Andrés­ar Bretaprins um að vísa frá einka­máli Virg­in­íu Giuf­fre gegn hon­um en lög­fræðing­ar Andrés­ar sögðu fyr­ir dómi að mál­inu ætti að vísa frá með vís­an til samn­ings­ins sem Giuffre gerði við Ep­stein, en dóm­ari í New York úr­sk­urðaði að málið skyldi taka fyr­ir.

Dómarinn, Lewis Kaplan, sem fer með málið í New York hefur farið fram á að lögfræðingar taki sönnunargögn vitna fyrir 14. júlí og gaf út að réttarhöld gætu farið fram fyrir dómstólum síðar á þessu ári.

mbl.is