Kaupa jarðir til að binda kolefni

Umhverfisvitund | 16. janúar 2022

Kaupa jarðir til að binda kolefni

Vakning er að verða meðal íslenskra stórfyrirtækja um að hefja skógrækt á eigin jörðum til að kolefnisjafna starfsemi sína. Þrjú einkafyrirtæki hafa gert samninga við Skógræktina um ráðgjöf við ræktunina og að minnsta kosti fimm til viðbótar eru í viðræðum um það. Þá er mikill áhugi meðal erlendra samtaka sem hafa milligöngu um kolefnisjöfnun og stórfyrirtækja um að hefja skógrækt hér á landi í sama tilgangi.

Kaupa jarðir til að binda kolefni

Umhverfisvitund | 16. janúar 2022

Ræktun trjáa tekur langan tíma en eigi að síður hefst …
Ræktun trjáa tekur langan tíma en eigi að síður hefst kolefnisbinding skógarins tiltölulega fljótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vakning er að verða meðal íslenskra stórfyrirtækja um að hefja skógrækt á eigin jörðum til að kolefnisjafna starfsemi sína. Þrjú einkafyrirtæki hafa gert samninga við Skógræktina um ráðgjöf við ræktunina og að minnsta kosti fimm til viðbótar eru í viðræðum um það. Þá er mikill áhugi meðal erlendra samtaka sem hafa milligöngu um kolefnisjöfnun og stórfyrirtækja um að hefja skógrækt hér á landi í sama tilgangi.

Vakning er að verða meðal íslenskra stórfyrirtækja um að hefja skógrækt á eigin jörðum til að kolefnisjafna starfsemi sína. Þrjú einkafyrirtæki hafa gert samninga við Skógræktina um ráðgjöf við ræktunina og að minnsta kosti fimm til viðbótar eru í viðræðum um það. Þá er mikill áhugi meðal erlendra samtaka sem hafa milligöngu um kolefnisjöfnun og stórfyrirtækja um að hefja skógrækt hér á landi í sama tilgangi.

„Það er stefna ríkistjórnarinnar að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og heldur áfram: „Ef Ísland ætlar að ná þessu markmiði þurfa allir að huga að sínum kolefnismálum. Öll fyrirtæki verða að gera það og að lokum allir einstaklingar líka. Menn vita að það er alvara í þessu en vita ekki hvernig á að standa að málum. Tíminn líður og átján ár eru ekki langur tími. Fyrirtækin þurfa að undirbúa sig. Mörg þeirra veðja á að hluti af lausninni verði að binda kolefni með skógrækt eða á annan hátt enda er skógrækt nærtæk og gerleg.“

Þröstur nefnir að Skógræktin hafi fengið það hlutverk með nýjum lögum sem ítrekað hafi verið með ákvæðum í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að stuðla að aukinni kolefnisbindingu með skógrækt. Það sé því áhersluatriði hjá stofnuninni.

Fyrirkomulagið tilbúið

Skógræktin hefur hrundið af stað verkefninu Skógarkolefni til að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Verða skógarnir sem ræktaðir eru samkvæmt þessu gæðakerfi hæfir til skráningar í Loftslagsskrá Íslands.

Fyrsta fyrirtækið til að ganga inn í þetta kerfi var Festi hf. sem er að undirbúa skógrækt á jörð sinni, Fjarðarhorni í Hrútafirði. Eskja á Eskifirði hefur einnig samið við Skógræktina um að veita ráðgjöf við þróun kolefnisverkefnis í landi jarðarinnar Freyshóla á Fljótsdalshéraði. Nú hefur Síldarvinnslan í Neskaupstað keypt jörðina Fannardal í Norðfirði og áformar að nýta hana til skógræktar. Viðræður eru við Skógræktina um að veita ráðgjöf við það verkefni. Þá hefur Orkubú Vestfjarða gert verksamning um þróun kolefnisverkefnis á þremur jörðum fyrirtækisins í Arnarfirði.

„Okkur finnst þetta spennandi tímar og fögnum framtaki fyrirtækjanna,“ segir Þröstur.

Hann segir að Skógræktin sé að ræða við að minnsta kosti fimm einkafyrirtæki til viðbótar um svipuð verkefni auk sveitarfélaga. Þá séu allmargir erlendir aðilar í viðræðum eða að spyrjast fyrir um möguleika á skógrækt á Íslandi. Skógræktin hefur samið við þrenn erlend samtök sem gefi fólki og fyrirtækjum kost á að kolefnisjafna sig og á í viðræðum við fimm til viðbótar. Þá segir Þröstur að erlend fyrirtæki, sum stór, hafi haft samand og vilji kolefnisjafna starfsemi sína með skógrækt á Íslandi.

Nánar umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 15. janúar. 

mbl.is