Leikskólabörn og Janssen-þegar boðaðir í dag

Bólusetningar við Covid-19 | 17. janúar 2022

Leikskólabörn og Janssen-þegar boðaðir í dag

Bólusetning leikskólabarna hófst klukkan tíu í morgun og mun standa fram til klukkan þrjú. Um 2.700 börn á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið boð um að mæta í Laugardalshöll í vikunni en auk þeirra stendur Janssen-þegum einnig til boða að fá örvunarskammt að því gefnu að fimm mánuðir eða meira hafa liðið frá því að þeir fengu síðasta bóluefnaskammt.

Leikskólabörn og Janssen-þegar boðaðir í dag

Bólusetningar við Covid-19 | 17. janúar 2022

Bólusetning barna 5-11 ára hófst í síðustu viku.
Bólusetning barna 5-11 ára hófst í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bólusetning leikskólabarna hófst klukkan tíu í morgun og mun standa fram til klukkan þrjú. Um 2.700 börn á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið boð um að mæta í Laugardalshöll í vikunni en auk þeirra stendur Janssen-þegum einnig til boða að fá örvunarskammt að því gefnu að fimm mánuðir eða meira hafa liðið frá því að þeir fengu síðasta bóluefnaskammt.

Bólusetning leikskólabarna hófst klukkan tíu í morgun og mun standa fram til klukkan þrjú. Um 2.700 börn á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið boð um að mæta í Laugardalshöll í vikunni en auk þeirra stendur Janssen-þegum einnig til boða að fá örvunarskammt að því gefnu að fimm mánuðir eða meira hafa liðið frá því að þeir fengu síðasta bóluefnaskammt.

Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófst í síðustu viku. Börnin sem fengu boð um að mæta í dag eru fædd árið 2016 og eru ýmist fimm eða sex ára. Er því um yngsta aldurshópinn að ræða sem þiggja má bólusetningu gegn Covid-19.

„Við ætlum að nota litlu rýmin núna, þau fara ekki í salinn,“ segir Ragnheiður spurð hvort að fyrirkomulagið hafi tekið einhverjum breytingum frá því í síðustu viku. Auk þess verða börnin ekki bólusett upp úr hádegið heldur milli klukkan tíu og þrjú eins og áður sagði. 

Mæting betri í upphafi viku

Að sögn Ragnheiðar gekk fyrirkomulagið í síðustu viku vonum framar og reyndist Laugardalshöll ágætur kostur þegar uppi var staðið. 

Hún segir mætinguna hafa verið betri í upphafi viku en að dregið hafi úr henni þegar nær dró helgi. Telur Ragnheiður líklegt að ótti við að lenda í sóttkví eða einangrun hafi orðið þess valdandi að foreldrar hafi ákveðið að taka börnin sín fyrr en síðar í bólusetningu. 

Endanlegt hlutfall þeirra sem mættu í bólusetningu liggur ekki enn fyrir en mætingin virðist svipa til þeirra sem var meðal barna á aldrinum 12 til 15 ára.

Engin sérstök boð send út

Þeir sem fengu bóluefni Janssen geta einnig mætt í Laugardalshöll í vikunni og fengið örvunarskammt. Ragnheiður segir boð einungis hafa verið send út á nokkra en að allir þeir sem fengu síðasta bóluefnaskammt fyrir fimm mánuðum geti þó mætt. Síðar í vikunni verði svo metið með hliðsjón af mætingu hvort að senda þurfi boð á fleiri.

Að sögn Ragnheiðar stendur fólki til boðar að fá annars vegar bóluefni Pfizer og hins vegar bóluefni Moderna.„Við tökum þetta jöfnum höndum, hvoru tveggja er gott lyf.“

Sem áður er þó ekki mælt með bóluefni Moderna fyrir karlmenn yngri en 40 ára.

mbl.is