Örvandi öldungasvig

Kórónuveiran Covid-19 | 17. janúar 2022

Örvandi öldungasvig

Hjónin Björg Kofoed-Hansen íslenskufræðingur og Þórður Jónsson, sem lengi var meðal stjórnenda hjá Valitor og fyrirrennara þess, Visa Íslandi, eru að búa sig undir skíðaferð til Selva á Norður-Ítalíu, en þau voru þar síðast í janúar 2020, skömmu áður en héraðið bættist í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við heyrum ekki annað en að þessar ferðir, sem boðið er upp á, verði farnar, pössum okkur, höfum ekki smitast, erum þríbólusett og stefnum á vikuferð í lok janúar,“ segir Þórður.

Örvandi öldungasvig

Kórónuveiran Covid-19 | 17. janúar 2022

Þórður Jónsson og Björg Kofoed-Hansen í Madonna di Campligio.
Þórður Jónsson og Björg Kofoed-Hansen í Madonna di Campligio.

Hjónin Björg Kofoed-Hansen íslenskufræðingur og Þórður Jónsson, sem lengi var meðal stjórnenda hjá Valitor og fyrirrennara þess, Visa Íslandi, eru að búa sig undir skíðaferð til Selva á Norður-Ítalíu, en þau voru þar síðast í janúar 2020, skömmu áður en héraðið bættist í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við heyrum ekki annað en að þessar ferðir, sem boðið er upp á, verði farnar, pössum okkur, höfum ekki smitast, erum þríbólusett og stefnum á vikuferð í lok janúar,“ segir Þórður.

Hjónin Björg Kofoed-Hansen íslenskufræðingur og Þórður Jónsson, sem lengi var meðal stjórnenda hjá Valitor og fyrirrennara þess, Visa Íslandi, eru að búa sig undir skíðaferð til Selva á Norður-Ítalíu, en þau voru þar síðast í janúar 2020, skömmu áður en héraðið bættist í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við heyrum ekki annað en að þessar ferðir, sem boðið er upp á, verði farnar, pössum okkur, höfum ekki smitast, erum þríbólusett og stefnum á vikuferð í lok janúar,“ segir Þórður.

Skíðasvæðið í Selva hefur notið vinsælda hjá íslensku skíðafólki og var töluvert í fréttum vegna útbreiðslu veirunnar snemma árs 2020. Þó ekki eins mikið og skíðasvæðið Ischgl í Austurríki, sem á svipuðum tíma bættist í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveirunnar eftir að átta af þeim 26 Íslendingum, sem þá höfðu greinst með veiruna, höfðu verið þar á skíðum.

Samkomutakmarkanir hafa truflað ástundun áhugamála hjónanna, en í áratugi hafa þau farið á skíði innanlands og utan sér til heilsubótar og skemmtunar á veturna og verið í golfi á sumrin. „Við fórum síðast í Bláfjöllin 28. desember sl. til að prófa hvort við kynnum þetta ennþá en þá höfðum við ekki farið á skíði síðan í fyrravor,“ segir Þórður. Hann bætir við að skíðatímabilið í fyrravetur hér syðra hafi verið mjög brotakennt og því ekki vel heppnað. „Til að láta reyna á eitthvað annað fórum við til Akureyrar snemma í mars en þar tók við okkur 15 stiga hiti í hnúkaþey í marga daga og komumst við aldrei upp í fjall í það skiptið.“

Lengra viðtal við hjónin er að finna á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

mbl.is