Samþykktu frestun gjalddaga á einum degi

Alþingi | 17. janúar 2022

Samþykktu frestun gjalddaga á einum degi

Þingfundi lauk rétt í þessu eftir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um frestun gjalddaga opinberra gjalda var samþykkt. 

Samþykktu frestun gjalddaga á einum degi

Alþingi | 17. janúar 2022

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingfundi lauk rétt í þessu eftir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um frestun gjalddaga opinberra gjalda var samþykkt. 

Þingfundi lauk rétt í þessu eftir að frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um frestun gjalddaga opinberra gjalda var samþykkt. 

Halda þurfti þrjá þingfundi í dag og afgreiða málið með afbrigðum þar sem mælt var fyrir því um miðjan dag í dag og var það gert að lögum samdægurs. 

Frumvarpið heim­il­ar stjórn­end­um vín­veit­ingastaða að fresta gjald­dög­um á skött­um og trygg­inga­gjaldi. 

Stjórn­end­ur mega þá sækja um frest­un tveggja gjald­daga op­in­berra gjalda og trygg­inga­gjalds á fyrri hluta árs­ins. Gera þarf frest­un­ina á gjald­dög­un­um upp á fjór­um gjald­dög­um á síðari hluta árs­ins. Frumvarpið var hluti af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við hertum sóttvarnaaðgerðum sem bitna hvað mest á veitingageiranum. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í dag. Í máli hennar kom fram að frekari aðgerða væri að vænta til styrktar atvinnulífinu vegna harðra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. 

Þingmenn stjórnarandstöðu fóru hver á eftir öðrum upp í pontu og kvörtuðu undan því hve seint málið er komið fram og hraða afgreiðslu þess. 

mbl.is