Fjórði skammturinn ekki eins áhrifaríkur

Bólusetningar við Covid-19 | 18. janúar 2022

Fjórði skammturinn ekki eins áhrifaríkur

Samkvæmt ísraelskri rannsókn virðist fjórði skammturinn af bóluefni Pfizer ekki koma í veg fyrir smit af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónaveirunnar þrátt fyrir að hann auki mótefni. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Fjórði skammturinn ekki eins áhrifaríkur

Bólusetningar við Covid-19 | 18. janúar 2022

Sprauta fyllt með efni Pfizer.
Sprauta fyllt með efni Pfizer. AFP

Samkvæmt ísraelskri rannsókn virðist fjórði skammturinn af bóluefni Pfizer ekki koma í veg fyrir smit af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónaveirunnar þrátt fyrir að hann auki mótefni. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Samkvæmt ísraelskri rannsókn virðist fjórði skammturinn af bóluefni Pfizer ekki koma í veg fyrir smit af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónaveirunnar þrátt fyrir að hann auki mótefni. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Heilbrigðisstarfsmenn Sheba læknastöðvarinnar sem höfðu fengið fjórða skammtinn af bóluefninu héldu samt sem áður áfram að smitast þrátt fyrir að blóðprufur sýndu að tvær lykiltegundir mótefna höfðu aukist, að sögn prófessorsins Gili Regev-Yochay sem stýrði rannsókninni. 

Bráðabirgðaniðurstöðurnar, sem enn á eftir að birta, eru innlegg í alþjóðlega umræðu um virkni þess að vera endurtekið bólusettur gegn Covid eftir að örvunarskammtur hefur verið gefinn.

Þúsundir starfsmanna Sheba hafa farið í reglubundnar sermisrannsóknir, gerðar til að leita að mótefni í blóði einstaklings, síðan áður en þeir fengu fyrsta bóluefnaskammtinn í desember 2020, til að athuga virkni bóluefnisins.

Magn mótefna sem þarf sé „of hátt“ fyrir bóluefnin

Nógu stór hluti þeirri greindist með kórónaveiruna tveimur vikum eftir fjórða skammtinn til þess að hægt sé að álykta að magn mótefna sem þarf til að vernda gegn Ómíkron sé „líklega of hátt“ svo bóluefnið geti framkallað það, sagði Regev-Yochay.

Fjórða sprautan reyndist veita minni aukningu á mótefnamagni en sú þriðja, en þriðji skammturinn reyndist árangursríkari en annar skammturinn, bæði í magni og gæðum mótefna, sagði Regev-Yochay.

„Ákvörðunin um að bólusetja áhættuhópa með fjórða skammtinum er líklega rétt og það gæti veitt einhvern ávinning - en ekki nóg til að styðja ákvörðunina um gefa öllum íbúum fjórða skammtinn,“ sagði hún. Nærri hálf milljón Ísraela yfir 60 ára aldri hefur valið að fá fjórðu sprautuna, flestir innan 12 eða 13 mánaða frá því að þeir fengu fyrstu sprautuna sína í desember 2020 þegar Ísrael bólusetti íbúa sína gegn Alpha afbrigðinu.

mbl.is