Stytta bið í örvunarskammt í fjóra mánuði

Bólusetningar við Covid-19 | 18. janúar 2022

Stytta bið í örvunarskammt í fjóra mánuði

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stytta tímann sem bíða þarf á milli bólusetningarskammts tvö og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum í fjóra. Kemur þetta til framkvæmda í næstu viku (frá og með 24. janúar). Frá þessu er greint í tilkynningu frá almannavörnum.

Stytta bið í örvunarskammt í fjóra mánuði

Bólusetningar við Covid-19 | 18. janúar 2022

Bólusetningar í Laugardalshöll í vikunni.
Bólusetningar í Laugardalshöll í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stytta tímann sem bíða þarf á milli bólusetningarskammts tvö og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum í fjóra. Kemur þetta til framkvæmda í næstu viku (frá og með 24. janúar). Frá þessu er greint í tilkynningu frá almannavörnum.

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stytta tímann sem bíða þarf á milli bólusetningarskammts tvö og örvunarskammts úr fimm til sex mánuðum í fjóra. Kemur þetta til framkvæmda í næstu viku (frá og með 24. janúar). Frá þessu er greint í tilkynningu frá almannavörnum.

Jafnframt er greint frá því að stefnt sé að því að einstaklingar verði kallaðir inn í bólusetninguna. Bólusett verður með bóluefni frá Moderna eða Pfizer en takmarkað magn af bóluefni Pfizer er nú til staðar í landinu.

mbl.is