Bretar aflétta á fimmtudag

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

Bretar aflétta á fimmtudag

Sóttvarnaaðgerðir í Bretlandi munu taka breytingum næsta fimmtudag en Boris Johnson breski forsætisráðherrann segir ríkisstjórnina vera að skipta um gír í kórónuveirufaraldrinum. Munu Bretar koma til með að fylgja skipulagi A í stað skipulags B, sem kveður á um hertari aðgerðir.

Bretar aflétta á fimmtudag

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vill afnema einangrun fyrir þá sem …
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vill afnema einangrun fyrir þá sem hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. AFP

Sóttvarnaaðgerðir í Bretlandi munu taka breytingum næsta fimmtudag en Boris Johnson breski forsætisráðherrann segir ríkisstjórnina vera að skipta um gír í kórónuveirufaraldrinum. Munu Bretar koma til með að fylgja skipulagi A í stað skipulags B, sem kveður á um hertari aðgerðir.

Sóttvarnaaðgerðir í Bretlandi munu taka breytingum næsta fimmtudag en Boris Johnson breski forsætisráðherrann segir ríkisstjórnina vera að skipta um gír í kórónuveirufaraldrinum. Munu Bretar koma til með að fylgja skipulagi A í stað skipulags B, sem kveður á um hertari aðgerðir.

BBC greinir frá.

Með breytingunum mun grímuskyldan meðal annars falla úr gildi og gestir næturklúbba verða ekki lengur krafðir um að framvísa kórónuveirupassa við inngöngu. Það sama á við um þá sem sækja stærri samkomur. 

Fólki er þó enn ráðlagt að vera með grímur í litlum rýmum og mannmergð. 

Johnson rökstyður ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að vísindamenn telji að Ómíkron-faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki sínu í Bretlandi. Þá hafa landsmenn verið duglegir að fylgja þeim sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi samkvæmt skipulagi B og fjölmargir hafa fengið örvunarskammt.

Vilja afnema einangrun

Frá fimmtudeginum munu nemendur í framhaldsskólum ekki lengur vera krafðir um að framfylgja grímuskyldu í kennslustofum og mun menntamálaráðuneytið einnig koma til með að afnema grímuskylduna í almennum rýmum skömmu eftir það.

Þá hyggst ríkisstjórnin einnig afnema einangrun fyrir þá sem hafa greinst með kórónuveirusmit þann 24. mars.

Smittíðni í Bretlandi fer nú lækkandi en er engu að síður mun hærri ef borið er saman við fjölda smita sem var uppi á sama tíma á síðasta ári. Þá hefur fjöldi spítalainnlagna nýlega farið lækkandi.

mbl.is