Fóru menn eitthvað á taugum?

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

Fóru menn eitthvað á taugum?

Tíu manna samkomutakmarkanir voru settar á síðastliðinn föstudag eftir að forsvarsmenn Landspítala töluðu um neyðarástand þar og enn fremur var talað um að ekki mætti bíða með aðgerðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort menn hefðu farið á taugum.

Fóru menn eitthvað á taugum?

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíu manna samkomutakmarkanir voru settar á síðastliðinn föstudag eftir að forsvarsmenn Landspítala töluðu um neyðarástand þar og enn fremur var talað um að ekki mætti bíða með aðgerðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort menn hefðu farið á taugum.

Tíu manna samkomutakmarkanir voru settar á síðastliðinn föstudag eftir að forsvarsmenn Landspítala töluðu um neyðarástand þar og enn fremur var talað um að ekki mætti bíða með aðgerðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort menn hefðu farið á taugum.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, benti á að þremur dögum eftir að aðgerðir voru hertar hafi komið annað hljóð í strokkinn.

„Fóru menn eitthvað á taugum fyrir helgi?“ spurði Björn Ingi á upplýsingafundinum.

Þórólfur sagði engan hafa farið á taugum og að forsvarsmenn spítalans hefðu talað nokkuð skýrt um ástandið á spítalanum í lengri tíma.

Neyðarstig almannavarna hafi verið sett á vegna ástands í heilbrigðiskerfinu öllu, aðgerðum á Landspítala sé frestað og færa hafi þurft fólk frá öðrum stofnunum til spítalans.

„Fólk hefur tjáð sig öðruvísi innan spítalans en forsvarsmenn hans hafa ekki talað öðruvísi,“ sagði Þórólfur.

mbl.is