Hvetur foreldra til að skrá börn í bólusetningu

Bólusetningar við Covid-19 | 19. janúar 2022

Hvetur foreldra til að skrá börn í bólusetningu

Mæting í bólusetningu gegn Covid-19 hefur verið mun dræmari meðal leikskólabarna en grunnskólabarna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hvetur foreldra til að skrá börnin sín í bólusetningu og minnir á að þeir sem komast ekki á fyrirframgefnum tíma geti mætt síðar.

Hvetur foreldra til að skrá börn í bólusetningu

Bólusetningar við Covid-19 | 19. janúar 2022

Bólusetningar leikskólabarna hófust á mánudag. Samkvæmt skipulagi eiga börn fædd …
Bólusetningar leikskólabarna hófust á mánudag. Samkvæmt skipulagi eiga börn fædd árið 2016 að mæta þessa vikuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mæting í bólusetningu gegn Covid-19 hefur verið mun dræmari meðal leikskólabarna en grunnskólabarna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hvetur foreldra til að skrá börnin sín í bólusetningu og minnir á að þeir sem komast ekki á fyrirframgefnum tíma geti mætt síðar.

Mæting í bólusetningu gegn Covid-19 hefur verið mun dræmari meðal leikskólabarna en grunnskólabarna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hvetur foreldra til að skrá börnin sín í bólusetningu og minnir á að þeir sem komast ekki á fyrirframgefnum tíma geti mætt síðar.

Hátt í tvö þúsund mættu í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag og var mikill meirihluti þeirra Janssen-þegar að þiggja örvunarskammt. Hefur mætingin meðal þeirra verið nokkuð góð í vikunni.

Á mánudaginn mættu um 120 börn í bólusetningu en hluti af þeim hópi voru grunnskólabörn sem komust ekki á tilsettum tíma. Að sögn Ragnheiðar hefur mætingin verið með svipuðum hætti bæði í dag og í gær. Lokatölur liggja þó ekki enn fyrir en þær eru væntanlegar á næstu dögum.

Fólk mæti þegar það kemst

Bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára, gegn Covid-19 sjúkdómnum, hófust í síðustu viku og voru þá grunnskólabörn boðuð og þótti mætingin nokkuð góð eða í kringum 60 til 70%. Á mánudaginn hófust síðan bólusetningar leikskólabarna og hafa börn fædd árið 2016, sem eru ýmist fimm til sex ára gömul, fengið boð um að mæta í þessari viku.

Ragnheiður hvetur foreldra til að skrá börnin sín í bólusetningu og mæta í Laugardalshöll en ekkert boð mun berast til þeirra símleiðis að fyrra bragði frá Heilsuveru eins og hefur tíðkast í aðdraganda fyrri bólusetninga fullorðinna.

Samkvæmt skipulagi mega börn fædd í september og október árið 2016 mæta á morgun en Ragnheiður segir þó dagsetningar ekki heilagar. Stendur til boða fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta á réttum tíma að koma á öðrum degi.

mbl.is