Laun lækkað og starfsfólki fækkað í ferðaþjónustu

Kórónukreppan | 19. janúar 2022

Laun lækkað og starfsfólki fækkað í ferðaþjónustu

Staðgreiðsluskyld laun landsmanna hækkuðu um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021. Á sama tíma hækkaði launavísitala um 8,7% og hækkuðu því heildarlaunatekjur með svipuðum hætti og föst mánaðarlaun. Þar sem að neysluverð hækkaði um 4,6% hefur launasumman þó einungis hækkað um u.þ.b. 3,6% að raungildi. 

Laun lækkað og starfsfólki fækkað í ferðaþjónustu

Kórónukreppan | 19. janúar 2022

Starfsfólki í ferðaþjónustu hefur fækkað og laun í greininni jafnframt …
Starfsfólki í ferðaþjónustu hefur fækkað og laun í greininni jafnframt lækkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðgreiðsluskyld laun landsmanna hækkuðu um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021. Á sama tíma hækkaði launavísitala um 8,7% og hækkuðu því heildarlaunatekjur með svipuðum hætti og föst mánaðarlaun. Þar sem að neysluverð hækkaði um 4,6% hefur launasumman þó einungis hækkað um u.þ.b. 3,6% að raungildi. 

Staðgreiðsluskyld laun landsmanna hækkuðu um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021. Á sama tíma hækkaði launavísitala um 8,7% og hækkuðu því heildarlaunatekjur með svipuðum hætti og föst mánaðarlaun. Þar sem að neysluverð hækkaði um 4,6% hefur launasumman þó einungis hækkað um u.þ.b. 3,6% að raungildi. 

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Þó laun hafi að meðaltali hækkað er launaþróun mismunandi milli atvinnugreina. Ef horft er á tímabilið milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 hefur launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkað um 2,6%. Hefur þróun launasummunnar í fjármála- og vátryggingastarfsemi jafnframt verið með svipuðum hætti þrátt fyrir að þar hafi ekki komið upp stór áföll.

Aftur á móti hefur launasumman í heild- og smásölu, og opinberri stjórnsýslu (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu), hækkað um 10% á umræddu tímabili. 

Ris og fall ferðaþjónustunnar greinilegt

Ef horft er á þróun yfir lengri tíma sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Frá árinu 2015 og fram til ársins 2019 var ferðaþjónustan í takt við hækkun launa í byggingarstarfsemi mannvirkjagerð. Á árinu 2020 aftur á móti minnkaði launasumman mikið og hélt lækkunin áfram á síðasta ári. Í byggingastarfseminni hefur aukningin hins vegar haldið stöðu sinni nokkuð frá 2019. Er þetta ólíkt þróuninni í síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær alveg.

Opinber stjórnsýsla og byggingarstarfsemi skera sig nokkuð úr meðal þessara greina hvað aukningu launasummunnar varðar með nánast stöðuga aukningu nær allt tímabilið. Launasumman í heild- og smásölu hefur reyndar aukist allt tímabilið þó með óreglulegri hætti sé. Stóra myndin er samt sú hvernig þróunin í ferðaþjónustunni sker sig algerlega frá hinum greinunum með miklu risi og falli,“ segir í hagsjá Landspítala.

Starfsfólki einnig fækkað í ferðaþjónustu

Þegar kemur að fjölda launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði síðasta árs þá er hann næstum óbreyttur ef miðað er við sama tíma ársins 2020. Ferðaþjónustan sker sig þó einnig út hvað það varðar en þeir sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur hefur fækkað um tæp 12% þó svo ekki hafi fækkað markvert í öðrum greinum.

Í byggingarstarfsemi hefur fjölgun launafólks þó verið áberandi.

mbl.is