Sýnataka í smitgát verði felld niður

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

Sýnataka í smitgát verði felld niður

Tillögur um niðurfellingu á sýnatökum hjá fólki sem er í smitgát hafa verið sendar til heilbrigðisráðuneytisins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Sýnataka í smitgát verði felld niður

Kórónuveiran Covid-19 | 19. janúar 2022

Fólk á leið í skimun við kórónuveirunni á Suðurlandsbraut.
Fólk á leið í skimun við kórónuveirunni á Suðurlandsbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tillögur um niðurfellingu á sýnatökum hjá fólki sem er í smitgát hafa verið sendar til heilbrigðisráðuneytisins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Tillögur um niðurfellingu á sýnatökum hjá fólki sem er í smitgát hafa verið sendar til heilbrigðisráðuneytisins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Núna er krafa um tvær sýnatökur á degi 0 og degi 4 þegar fólk er í smitgát.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Selma Barðdal Reynisdóttir á fundi …
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Selma Barðdal Reynisdóttir á fundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Áður hefur verið greint frá endurskoðaðri sýnatöku hjá börnum 8 ára og yngri um að sýni verði tekin frá munnholi í stað nefkoks.

Sóttkví þeirra sem hafa fengið örvunarskammt hefur sömuleiðis verið einfölduð.

mbl.is