16 ára og eldri geti fengið bólusetningu óháð vilja foreldra

Bólusetningar við Covid-19 | 20. janúar 2022

16 ára og eldri geti fengið bólusetningu óháð vilja foreldra

Börn, 16 ára og eldri, hafa sjálfstæðan rétt til ákvarðanatöku varðandi bólusetningar og aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, að fram kemur í svari umboðsmanns barna á Vísindavefnum. Spurt er hvort börn hafi sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra.

16 ára og eldri geti fengið bólusetningu óháð vilja foreldra

Bólusetningar við Covid-19 | 20. janúar 2022

Við 16 ára aldur verða börn sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins.
Við 16 ára aldur verða börn sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Börn, 16 ára og eldri, hafa sjálfstæðan rétt til ákvarðanatöku varðandi bólusetningar og aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, að fram kemur í svari umboðsmanns barna á Vísindavefnum. Spurt er hvort börn hafi sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra.

Börn, 16 ára og eldri, hafa sjálfstæðan rétt til ákvarðanatöku varðandi bólusetningar og aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, að fram kemur í svari umboðsmanns barna á Vísindavefnum. Spurt er hvort börn hafi sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra.

Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins við 16 ára aldur og geta því veitt samþykki sitt fyrir heilbrigðisþjónustu.

Í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, segir að börn eigi rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felist meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum til að koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra.

„Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir Salvör.

Geti leitað ráðgjafar án vitundar foreldra

Hún bendir jafnframt á að í Barnasáttmálanum sé rík áhersla lögð á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þó forsjáraðilar barna yngri en 16 ára veiti samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð þá skuli ávallt hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur og þroska, eftir því sem kostur er. 

Þá sé mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldra. 

„Neiti foreldrar sem fara með forsjá barns að samþykkja nauðsynlega meðferð skal læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður snúa sér til barnaverndaryfirvalda, sbr. ákvæði barnaverndarlaga,“ segir Salvör einnig í svari sínu.

mbl.is