Frakkar kynna afléttingar sóttvarnaaðgerða

Kórónuveiran Covid-19 | 20. janúar 2022

Frakkar kynna afléttingar sóttvarnaaðgerða

Í kvöld munu yfirvöld í Frakklandi kynna afléttingarplan sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar þar í landi, að sögn Gabriel Attal, talsmans ríkistjórnar landsins. The Guardian greinir frá.

Frakkar kynna afléttingar sóttvarnaaðgerða

Kórónuveiran Covid-19 | 20. janúar 2022

Bólusetningarskírteininu hefur töluvert verið mótmælt.
Bólusetningarskírteininu hefur töluvert verið mótmælt. AFP

Í kvöld munu yfirvöld í Frakklandi kynna afléttingarplan sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar þar í landi, að sögn Gabriel Attal, talsmans ríkistjórnar landsins. The Guardian greinir frá.

Í kvöld munu yfirvöld í Frakklandi kynna afléttingarplan sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar þar í landi, að sögn Gabriel Attal, talsmans ríkistjórnar landsins. The Guardian greinir frá.

Enn sé þó óttast að Ómíkron-bylgja kórónuveirunnar, sem nú standi yfir, hafi ekki náð hápunkti sínum. Bólusetningarskírteini, sem ríkisstjórnin samþykkti á sunnudag að taka í gagnið, muni hins vegar auðvelda afléttingar þrátt fyrir mikinn fjölda smita.

Stöðugleiki á gjörgæsludeildum

Á miðvikudag greindist um hálf milljón kórónuveirusmita í Frakklandi en meðalfjöldi smita síðustu sjö daga hefur verið um 320 þúsund smit. Fjöldi sjúklinga á gjörgæsludeildum hefur hins vegar haldist stöðugur og það gefur rými til afléttinga.

Attal vildi ekki gefa neinar upplýsingar um afléttingarplanið sjálft, en skemmtistaðir hafa verið lokaðir, fjöldatakmarkanir gilt á íþróttaviðburðum og skemmtunum og fólk beðið um að vinna heima.

Gert er ráð fyrir að bólusetningarskírteinið verði fljótlega tekið í notkun en fólki verður þá gert að framvísa því á opinberum stöðum eins og veitingastöðum, kaffihúsum, kvikmyndahúsum og lestum. Bólusetningarskírteininu hefur töluvert verið mótmælt á götum Frakklands.

mbl.is