Hæstiréttur hafnar kröfu Trumps

Hæstiréttur hafnar kröfu Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað kröfu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að koma í veg fyrir að nefnd sem rannsakar árásina á þinghús landsins í byrjun síðasta árs fái tiltekin gögn.

Hæstiréttur hafnar kröfu Trumps

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 20. janúar 2022

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað kröfu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að koma í veg fyrir að nefnd sem rannsakar árásina á þinghús landsins í byrjun síðasta árs fái tiltekin gögn.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað kröfu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að koma í veg fyrir að nefnd sem rannsakar árásina á þinghús landsins í byrjun síðasta árs fái tiltekin gögn.

Trump sagðist njóta forréttinda sem fyrrverandi forseti og því ættu gögnin ekki að fá að birtast.

Trump, sem hefur verið sakaður um að hafa hvatt til árásarinnar á þinghúsið, vonaðist til að Hæstiréttur myndi vísa frá úrskurði áfrýjunardómstóls, sem hafnaði því að koma í veg fyrir birtingu skjalanna. Hæstiréttur samþykkti aftur á móti með átta atkvæðum gegn einu að staðfesta úrskurð áfrýjunardómstólsins.

mbl.is