Endurskoða þurfi gildandi takmarkanir

Kórónuveiran COVID-19 | 21. janúar 2022

Endurskoða þurfi gildandi takmarkanir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að efni sé til mikillar bjartsýni í faraldrinum og vekur athygli á að þær spár sem lágu meðal annars fyrir hertari takmörkunum hafi ekki gengið eftir.

Endurskoða þurfi gildandi takmarkanir

Kórónuveiran COVID-19 | 21. janúar 2022

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að efni sé til mikillar bjartsýni í faraldrinum og vekur athygli á að þær spár sem lágu meðal annars fyrir hertari takmörkunum hafi ekki gengið eftir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að efni sé til mikillar bjartsýni í faraldrinum og vekur athygli á að þær spár sem lágu meðal annars fyrir hertari takmörkunum hafi ekki gengið eftir.

Hún veltir því jafnframt upp hvort að gripið yrði til þeirra sóttvarnaaðgerða sem ríkja nú ef kórónuveiran – með þeim veikindum og innlagnarhlutfalli sem fylgja Ómíkron-afbrigðinu – myndi berast fyrst í dag í íslenskt samfélag og engar takmarkanir væru í gildi. 

„Línan hjá okkur öllum er auðvitað búin að færast og ég vona bara að við getum átt málefnalega umræðu um framhaldið án þess að skipta okkur upp í einhverja hópa,“ segir Áslaug í samtali við mbl.is.

Langt undir bjartsýnustu spám

„Það er tilefni til mikillar bjartsýni og við erum að sjá það að nýgengi smita er hundraðfalt meira en það sem það var fyrir tveimur árum síðan, þegar við vorum í sambærilegum takmörkunum og sambærilega margir á spítala. Við þurfum auðvitað að meta stöðuna að hverju sinni.“

Hún bendir jafnframt á að samkvæmt lögum verði gögn að vera fyrir hendi til að rökstyðja það að viðhalda íþyngjandi takmörkunum. Aftur á móti sé engin slík krafa gerð til að aflétta en hún telur nú þörf á að endurskoða þær takmarkanir sem eru í gildi.

„Við þekkjum öll að það hefur verið rökstutt með ákveðinni spá sem hefur ekki ræst sem er afar ánægjulegt. Við erum langt undir þeirri bjartsýnustu spá sem lá fyrir þegar við tókum þessar ákvarðanir í síðust vikur.“

Tímabært frumvarp

Spurð út í frumvarp sjálfstæðismanna sem kynnt var á Alþingi í gær og kveður á um að tillögur sóttvarnalæknis verði kynntar fyrir velferðarnefnd, séu þær lagðar til grundvallar hertari aðgerða, kveðst hún taka vel í þá tillögu.

„Ég tel það alveg tímabært og tek bara undir með þeim,“ segir Áslaug.

„Ég skil vel þau sjónarmið að þingið komi betur að þessu. Sérstaklega þegar lengra líður á faraldurinn og við þurfum að taka meira tilliti til annarra ástæðna heldur en bara sóttvarna.“

mbl.is