Kostnaður hertra aðgerða hlaupi á milljörðum

Kórónuveiran Covid-19 | 21. janúar 2022

Kostnaður hertra aðgerða hlaupi á milljörðum

Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, segir bandalagið lengi hafa kallað eftir því að stjórnvöld finni betra jafnvægi milli sóttvarna, lýðheilsu og efnahagsmála, sérstaklega í ljósi góðrar bólusetningarstöðu þjóðarinnar.

Kostnaður hertra aðgerða hlaupi á milljörðum

Kórónuveiran Covid-19 | 21. janúar 2022

Friðrik Jónsson, formaður BHM.
Friðrik Jónsson, formaður BHM. Ljósmynd/Aðsend

Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, segir bandalagið lengi hafa kallað eftir því að stjórnvöld finni betra jafnvægi milli sóttvarna, lýðheilsu og efnahagsmála, sérstaklega í ljósi góðrar bólusetningarstöðu þjóðarinnar.

Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, segir bandalagið lengi hafa kallað eftir því að stjórnvöld finni betra jafnvægi milli sóttvarna, lýðheilsu og efnahagsmála, sérstaklega í ljósi góðrar bólusetningarstöðu þjóðarinnar.

Kostnaður hertra aðgerða hlaupi á milljörðum króna og að álag á spítalanum hafi ekki aukist. Því sé eðlilegt að staldra við og endurskoða aðgerðir.

„Kostnaður þessara tveggja vikna hleypur á milljörðum. Að sjálfsögðu er kostnaður á móti mannslífum eitthvað sem að þarf að vega og meta en ef raunin er sú að þetta er ekki að breyta miklu hvað varðar ástandið á spítalanum og staðan á spítalanum er þannig að hún er vel viðráðanleg samkvæmt þeim sjálfum, þá hlýtur að vera eðlilegt að það sé stoppað við og hugsað, er þörf á þetta mikilli herðingu?“ segir Friðrik í samtali við mbl.is.

Lýðheilsufræðileg og efnahagsleg sjónarmið 

Hann segir að þrátt fyrir margföldun í aukningu smita síðan frá áramótum sé ljóst að álagið hafi sem betur fer ekki aukist núna miðað við nýjustu tölur, heldur sé að fækka bæði heildarinnlögnum og á gjörgæslu. 

„Það er eðlilegt að maður spyrji sig, sérstaklega þegar þú horfir á kostnaðinn sem hleypur á milljörðum og viðbótarkostnað núna bara vegna þessarar herðingar í tvær og hálfa viku í viðbót. Það er verið að tala um einhversstaðar á bilinu einn og hálfur milljarður til þrír milljarðar í lokunarstyrki veitingahúsa og skemmtistaða.“

Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, skrifaði á Twitter í gær að það væri algjört lágmark að stíga strax til baka með nýjustu aðgerðir, „enda bersýnilega ekki á rökum reistar“.

Tók þar Friðrik undir og skrifaði sjálfur að bæði lýðheilsufræðileg og efnahagsleg sjónarmið kalli á leiðréttingu.

Stjórnvöld séu fullhikandi

„Aðalatriðið er þetta að í lok dags eru það stjórnvöld sem að bera alltaf ábyrgð á aðgerðum, sóttvarnarlæknir hefur alltaf sagt að hann leggi fram sóttvarnasjónarmið, það séu yfirvöld sem taka fram önnur sjónarmið inn í reikninginn,“ segir Friðrik.

Hann segir stjórnvöld vera farin að gera það og að þar megi t.d. nefna dæmi um ákvörðun þeirra um að halda skólum áfram opnum.

„Þau eru farin að gera það að einhverju marki en kannski fullhikandi.“

mbl.is