Hætta að skipa fólki í einangrun í Finnlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

Hætta að skipa fólki í einangrun í Finnlandi

Yfirvöld víða í Finnlandi, þar á meðal í höfuðborginni Helsinki og næststærstu borg landsins, Espoo, hafa ákveðið að hætta að skipa því fólki í einangrun, sem greinist með kórónuveirusmit.

Hætta að skipa fólki í einangrun í Finnlandi

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

Gengið við sjávarsíðuna í Helsinki í desember síðastliðnum.
Gengið við sjávarsíðuna í Helsinki í desember síðastliðnum. AFP

Yfirvöld víða í Finnlandi, þar á meðal í höfuðborginni Helsinki og næststærstu borg landsins, Espoo, hafa ákveðið að hætta að skipa því fólki í einangrun, sem greinist með kórónuveirusmit.

Yfirvöld víða í Finnlandi, þar á meðal í höfuðborginni Helsinki og næststærstu borg landsins, Espoo, hafa ákveðið að hætta að skipa því fólki í einangrun, sem greinist með kórónuveirusmit.

Mælst er þó til þess að þeir sem greinast með veiruna framvegis á umræddum svæðum einangri sig sjálfir, og tilkynni smitið til þess fólks sem þeir hafa verið í nánum samskiptum við.

Formlegar ákvarðanir um einangrun af hálfu yfirvalda verða aftur á móti aðeins teknar þegar talið er að slík stjórnvaldsákvörðun geti raunverulega komið í veg fyrir frekari smit.

Flest smit þegar átt sér stað við greiningu

Að því er segir í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins er þessi breyting gerð vegna mikillar fjölgunar smita, sem gert hefur yfirvöldum erfiðara fyrir hvað varðar að hamla útbreiðslu veirunnar.

Vísað er til gagna sem sýna að flest smit hafa þegar átt sér stað þegar jákvætt sýni einstaklings er fært í bækur yfirvalda.

„Þar sem Ómíkron-afbrigðið er töluvert smitandi áður en einkenni gera vart við sig, og sökum tafa við greiningu, þá hafa flest smit þegar átt sér stað á þeim tímapunkti sem niðurstöður sýnatöku koma til skoðunar yfirvalda. Það er enginn faraldsfræðilegur grundvöllur fyrir því að setja einstakling í einangrun,“ sagði í fréttatilkynningu frá Pirkanmaa-heilbrigðisstofnuninni í gær.

mbl.is