Írar aflétta nær öllum takmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

Írar aflétta nær öllum takmörkunum

Frá og með deginum í dag verður fallið frá nær öllum sóttvarnatakmörkunum sem í gildi hafa verið í Írlandi. Aðeins verður farið fram á að fólk beri grímur í almenningssamgöngum og skólastarf verður enn háð einhverjum takmörkunum.

Írar aflétta nær öllum takmörkunum

Kórónuveiran Covid-19 | 22. janúar 2022

Dublin, höfuðborg Írlands.
Dublin, höfuðborg Írlands. AFP

Frá og með deginum í dag verður fallið frá nær öllum sóttvarnatakmörkunum sem í gildi hafa verið í Írlandi. Aðeins verður farið fram á að fólk beri grímur í almenningssamgöngum og skólastarf verður enn háð einhverjum takmörkunum.

Frá og með deginum í dag verður fallið frá nær öllum sóttvarnatakmörkunum sem í gildi hafa verið í Írlandi. Aðeins verður farið fram á að fólk beri grímur í almenningssamgöngum og skólastarf verður enn háð einhverjum takmörkunum.

Annars verður fallið frá öllum fjöldatakmörkunum, takmörkunum á íþrótta- og tómstundastarfi og framvísun bólusetningarvottorðs á viðburðum innandyra.

„Ég hef staðið hér á mörgum dimmum deginum en í dag er bjartur dagur,“ sagði Michael Martin, forsætisráðherra Írlands, í sjónvarpsávarpi í gær þegar tilkynnt var um afléttingarnar.

„Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að rök eða réttlæting fyrir því að halda áfram öllum okkar sóttvarnaaðgerðum eiga sér ekki lengur stoð,“ bætti hann við.

Hátt bólusetningarhlutfall

Núna munu því skemmtistaða- og kráareigendur taka gleði sína á ný, en rétt eins og víða annars staðar hafa þeir fundið einna harðast fyrir fjöldatakmörkunum. Börum verður heimilt að opna dyr sínar í dag og hafa þær opnar jafnlengi fyrir viðskiptavinum og tíðkaðist fyrir faraldurinn.

Enn verður þó notast við einangrun og sóttkví þeirra sem greinast með kórónuveiruna og þeirra sem í kringum þá hafa verið.

Um sex þúsund Írar af alls fimm milljónum hafa látist vegna veirunnar það sem af er faraldrinum. Bólusetningarhlutfall í landinu er hátt og um 66% íbúa á aldrinum 5 ára og upp úr hafa þegið örvunarskammt.

mbl.is