Lögmannafélagið með myndbirtinguna til skoðunar

MeT­oo - #Ég líka | 22. janúar 2022

Lögmannafélagið með myndbirtinguna til skoðunar

Lögmannafélagi Íslands hafa borist athugasemdir vegna myndbirtingar hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar af Vítalíu Lazarevu þegar hún var á leið að hitta lögmann sinn. Þetta segir Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands. 

Lögmannafélagið með myndbirtinguna til skoðunar

MeT­oo - #Ég líka | 22. janúar 2022

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, birti mynd af Vítalíu Lazarevu á …
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, birti mynd af Vítalíu Lazarevu á Facebook-story. Lögmannafélaginu bárust athugasemdir vegna þessa. mbl.is/Kristinn

Lögmannafélagi Íslands hafa borist athugasemdir vegna myndbirtingar hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar af Vítalíu Lazarevu þegar hún var á leið að hitta lögmann sinn. Þetta segir Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands. 

Lögmannafélagi Íslands hafa borist athugasemdir vegna myndbirtingar hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar af Vítalíu Lazarevu þegar hún var á leið að hitta lögmann sinn. Þetta segir Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands. 

Birtist myndin í facebook-story hjá Sigurði í gær en hann kannast sjálfur ekki við birtinguna og neitar að hafa sjálfur tekið hana. Samkvæmt 34. gr. siðareglna Lögmannafélagsins ber lögmanni að sýna gagnaðilum skjólstæðinga tillitssemi en skv. 35. gr. má lögmaður ekki beita gagnaðila ótilhlýðilegum þvingunum. 

Siðareglur gilda einvörðungu um háttsemi lögmanna í starfi, að sögn Sigurðar. „Við munum fara yfir þessar athugasemdir sérstaklega og þetta mál verður skoðað,“ segir Sigurður.

Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélagsins, segir mikilvægt að lögmenn tjái …
Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélagsins, segir mikilvægt að lögmenn tjái sig en tjáningin verður að vera innan ákveðinna marka. mbl.is/Árni Sæberg

Mikilvægt að lögmenn fái að tjá sig en skiptir máli hvernig það er gert

„Ég held að það sé mikilvægt að lögmenn tjái sig og séu þátttakendur í opinberri umræðu en það skiptir auðvitað máli hvernig það er gert. Og þá sérstaklega ef menn vilja að það sé tekið mark á þeim,“ segir hann. Kveðst hann ekki þekkja mál Sigurðar til hlítar en Sigurður verði sjálfur að svara fyrir það. 

Spurður hvort honum þyki athæfið varða við réttindasviptingu segir Sigurður að til þess að lögmaður sé sviptur réttindum þurfi málið að fara fyrir úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins en það komi eingöngu til skoðunar þegar um alvarleg eða ítrekuð brot í starfi er að ræða.

mbl.is