Enn skelfur úti fyrir Reykjanesskaga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. janúar 2022

Enn skelfur úti fyrir Reykjanesskaga

Aðeins hefur dregið úr skjálftahrinunni úti fyrir Reykjanesskaga sem virðist hafa hafist um kvöldmatarleytið í gær. Skjálftarnir eru ekki stórir en þó allmargir.

Enn skelfur úti fyrir Reykjanesskaga

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. janúar 2022

Skjálftarnir hafa mælst við Eldey úti fyrir Reykjanesskaga og á …
Skjálftarnir hafa mælst við Eldey úti fyrir Reykjanesskaga og á skaganum sjálfum. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Aðeins hefur dregið úr skjálftahrinunni úti fyrir Reykjanesskaga sem virðist hafa hafist um kvöldmatarleytið í gær. Skjálftarnir eru ekki stórir en þó allmargir.

Aðeins hefur dregið úr skjálftahrinunni úti fyrir Reykjanesskaga sem virðist hafa hafist um kvöldmatarleytið í gær. Skjálftarnir eru ekki stórir en þó allmargir.

Frá miðnætti hafa mælst á bilinu 10-20 skjálftar úti fyrir Reykjanesskaga og á skaganum sjálfum.

Stærstu skjálftarnir voru rétt rúmlega 2 að stærð og mældust laust fyrir klukkan eitt í nótt og rétt rúmlega tvö.

Í gær mældust tugir skjálfta úti fyrir Reykjanesskaga eins og mbl.is greindi frá seint í gærkvöldi.

Enginn gosórói mældist þó að því er náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir.

mbl.is