Herðir aðgerðir og aflýsir eigin brúðkaupi

Kórónuveiran Covid-19 | 23. janúar 2022

Herðir aðgerðir og aflýsir eigin brúðkaupi

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur neyðst til þess að aflýsa fyrirhuguðu brúðkaupi sínu í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða í landinu. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands tilkynnti um hertar aðgerðir í dag, sunnudag, vegna Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur breiðst út um landið eins og önnur lönd.

Herðir aðgerðir og aflýsir eigin brúðkaupi

Kórónuveiran Covid-19 | 23. janúar 2022

Jacinda Ardern tilkynnti hertar sóttvarnaaðgerðir í dag og aflýsti um …
Jacinda Ardern tilkynnti hertar sóttvarnaaðgerðir í dag og aflýsti um leið sínu eigin brúðkaupi. AFP

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur neyðst til þess að aflýsa fyrirhuguðu brúðkaupi sínu í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða í landinu. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands tilkynnti um hertar aðgerðir í dag, sunnudag, vegna Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur breiðst út um landið eins og önnur lönd.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur neyðst til þess að aflýsa fyrirhuguðu brúðkaupi sínu í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða í landinu. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands tilkynnti um hertar aðgerðir í dag, sunnudag, vegna Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur breiðst út um landið eins og önnur lönd.

„Fyrirhuguðu brúðkaupi mínu er nú aflýst,“ sagði Ardern á blaðamannafundi fyrr í dag þegar hún tilkynnti um aðgerðirnar. Nú mega aðeins hundrað koma saman á skipulögðum viðburðum og er það háð því að öll sýni fram á bólusetningarvottorð. 

Samkennd með öllum

„Ég er nú á meðal þeirra Nýsjálendinga sem hafa þurft að upplifa þetta vegna heimsfaraldrinum, og ég hef samkennd með öllum þeim sem hafa lent í þessum aðstæðum,“ sagði Ardern. Nú er einnig grímuskylda í almenningssamgöngum og í verslunum. 

Ardern og maki hennar Clarke Gayford hafa ekki greint opinberlega frá því hvenær brúðkaup þeirra átti að fara fram, en talið er að það hafi átt að fara fram á allra næstu vikum. 

Aðgerðirnar sem forsætisráðherra kynnti gilda út febrúar hið minnsta. „Svona er lífið,“ svaraði Ardern þegar hún var spurð hvernig henni liði með að þurfa að aflýsa brúðkaupinu sínu með svo skömmum fyrirvara.

Strangar reglur

„Ég er ekkert öðruvísi en aðrir Nýsjálendingar sem faraldurinn hefur haft áhrif á. Það allra versta er að geta ekki verið með ástvinum sínum þegar þeir eru alvarlega veikir. Það er án efa mun átakanlegra en sorgin sem ég upplifi núna,“ sagði Ardern. 

Frá upphafi faraldurs hafa strangar sóttvarnareglur verið í gildi í Nýja-Sjálandi og gríðarlega strangar reglur á landamærum landsins. Alls hafa 15.104 smit greinst þar innanlands og 52 hafa látist af völdum veirunnar. 

mbl.is