Hvað segir ríkisstjórnin um afléttingar?

Kórónuveiran Covid-19 | 25. janúar 2022

Hvað segir ríkisstjórnin um afléttingar?

Ríkisstjórnarfundur hófst í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og búist er við að ríkisstjórnin muni ræða afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Óvíst er þó að afléttingar verði tilkynntar að fundi loknum en óhætt er að gera ráð fyrir að viðfangsefni takmarkana verði ofarlega á baugi.

Hvað segir ríkisstjórnin um afléttingar?

Kórónuveiran Covid-19 | 25. janúar 2022

Ráðherrabústaðurinn í Tjarnargötu.
Ráðherrabústaðurinn í Tjarnargötu. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkisstjórnarfundur hófst í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og búist er við að ríkisstjórnin muni ræða afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Óvíst er þó að afléttingar verði tilkynntar að fundi loknum en óhætt er að gera ráð fyrir að viðfangsefni takmarkana verði ofarlega á baugi.

Ríkisstjórnarfundur hófst í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og búist er við að ríkisstjórnin muni ræða afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Óvíst er þó að afléttingar verði tilkynntar að fundi loknum en óhætt er að gera ráð fyrir að viðfangsefni takmarkana verði ofarlega á baugi.

Í dag er tíu manna samkomutakmörkun í gildi og rennur reglugerð þar um út þann 2. febrúar næstkomandi. Ekki hefur tíðkast að takmarkanir séu rýmkaðar áður en gildandi reglugerðir renna sitt skeið en við þekkjum vel að aðgerðir séu hertar áður en gildandi reglur úreldast. Raunar var gildandi reglugerð komið á með þeim hætti, aðeins þremur dögum eftir að tilkynnt hafði verið um að reglur stæðu óbreyttar í 20 manna samkomutakmörkun. 

Ólíklegt að afléttingar verði tilkynntar

Það verður því að teljast ólíklegt að afléttingar verði kynntar á eftir en nokkuð ljóst er að allt stefni í þær. Ráðherrar í ríkisstjórn, sóttvarnalæknir og frammámenn innan heilbrigðiskerfisins hafa allir tekið undir hverjir með öðrum hvað það varðar. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gekk einna harðast fram og sagðist telja skynsamlegast að aflétta sóttkví og einangrun og hætta að notast við slík úrræði í baráttunni við veiruna, auk þess sem hann vill aflétta öllum fjöldatakmörkunum. Þessu var Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki sammála, þrátt fyrir að hallast að einhvers konar afléttingum. 

„Það væri ekki skyn­sam­legt að gera það og þurfa svo að bakka. Þetta er auðvitað sjón­ar­mið en ég held að það væri skyn­sam­legra að gera þetta í skref­um,“ sagði Þórólfur í gær.

mbl.is