Krefjandi að vera nakin 62 ára

Líkamsvirðing | 25. janúar 2022

Krefjandi að vera nakin 62 ára

Breska leikkonan Emma Thompson segir ekki auðvelt að leika nakin komin á sjötugsaldur. Hún er ekki hrifin af hugmyndum um hinn fullkomna kvenlíkama. 

Krefjandi að vera nakin 62 ára

Líkamsvirðing | 25. janúar 2022

Emma Thompson er 62 ára.
Emma Thompson er 62 ára. AFP

Breska leikkonan Emma Thompson segir ekki auðvelt að leika nakin komin á sjötugsaldur. Hún er ekki hrifin af hugmyndum um hinn fullkomna kvenlíkama. 

Breska leikkonan Emma Thompson segir ekki auðvelt að leika nakin komin á sjötugsaldur. Hún er ekki hrifin af hugmyndum um hinn fullkomna kvenlíkama. 

Thompson kemur fram nakin í myndinni Good Luck to You en hún og mótleikari hennar Daryl McCormack æfðu sig vel fyrir tökur með leikstjóranum Sophie Hyde. „Sophie, Daryl og ég æfðum alveg nakin og töluðum um líkama okkar, töluðum um samband okkar við líkama okkar, teiknuðum þá, ræddum það sem okkur finnst erfitt við þá, það sem við kunnum ekki vel við,“ sagði Thomspon meðal annars í viðtali á vef Entertainment Weekly. 

„Það er mjög krefjandi að vera nakin 62 ára,“ sagði Thompson og bætti því við að persóna sín í myndinni stæði fyrir framan spegil alein og færi úr sloppnum. 

Í myndinni leikur Thompson ekkjuna Nancy Strokes sem ræður fylgdarmann til þess að fara með sér á stefnumót. Persónan sem Thompson leikur vonast til þess að fá fullnægingu í fyrsta sinn með fylgdarmanninum. 

Thompson er allt annað en ánægð með þær kröfur og viðmið um hinn fullkomna líkama sem margar konur bera sig saman við. „Ekkert hefur breyst hvað viðkemur þeim hræðilegu kröfum sem gerðar eru til kvenna í raunveruleikanum en líka í leiklistinni,“ sagði Thompson. „Þetta að þurfa að vera mjór er alveg eins og það var, ég held að það sé í rauninni verra en það var.“

Leikkonan segir mikilvægt að sýna alvörulíkama en verkefnið var samt erfitt fyrir hana. „Ég held ég hefði ekki gert það fyrr en núna,“ sagði Thompson, sem verður 63 ára á árinu. „En samt, á þessum aldri sem ég er á er það mjög krefjandi af því við erum ekki vön að sjá óbreytta líkama á skjánum.“

Emma Thompson.
Emma Thompson. AFP
mbl.is