Metfjöldi smita í Færeyjum

Kórónuveiran COVID-19 | 25. janúar 2022

Metfjöldi smita í Færeyjum

913 greindust smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum í gær en aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir á einum degi þar í landi. 

Metfjöldi smita í Færeyjum

Kórónuveiran COVID-19 | 25. janúar 2022

Myndin sýnir Þórshöfn í Færeyjum.
Myndin sýnir Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Björn Jóhann

913 greindust smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum í gær en aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir á einum degi þar í landi. 

913 greindust smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum í gær en aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir á einum degi þar í landi. 

Hlutfall jákvæðra smita af teknum prófum var einstaklega hátt eða 23,34% af þeim sýnum sem voru tekin. Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins.

Mörg smit miðað við höfðatölu

Færeyska stjórnin tilkynnti á föstudaginn fyrirætlanir um að aflétta öllum takmörknunum vegna faraldursins fyrir lok febrúarmánaðar. 

„Ég held að það sé þýðing­ar­mikið að fólk viti að við ætl­um að snúa aft­ur til venju­legs hvers­dags­leika,“ sagði Bárður á Stieg Nielssen lögmaður Færeyja við það tilefni.

Rétt rúm­lega 50 þúsund manns búa á eyj­un­um, svo að smit­fjöld­inn jafn­gild­ir tæplega 6500 smit­um á ein­um degi á Íslandi, ef miðað er við um 370 þúsund manna íbúa­fjölda hér á landi. 

mbl.is