Skólar standi frammi fyrir breyttri stöðu

Kórónuveiran Covid-19 | 25. janúar 2022

Skólar standi frammi fyrir breyttri stöðu

Kennarar og skólastjórnendur standa frammi fyrir breyttu verkefni, þegar reglur um sóttkví og smitgát breytast, á miðnætti í kvöld að mati Magnúsar Þórs Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands.

Skólar standi frammi fyrir breyttri stöðu

Kórónuveiran Covid-19 | 25. janúar 2022

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands.
Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Sigurður Bogi Sævarsson

Kennarar og skólastjórnendur standa frammi fyrir breyttu verkefni, þegar reglur um sóttkví og smitgát breytast, á miðnætti í kvöld að mati Magnúsar Þórs Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands.

Kennarar og skólastjórnendur standa frammi fyrir breyttu verkefni, þegar reglur um sóttkví og smitgát breytast, á miðnætti í kvöld að mati Magnúsar Þórs Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands.

Heilbrigðisráðherra kynnti í dag nýjar reglur sem munu taka gildi á miðnætti en þær undanþiggja börn frá sóttkví og smitgát vegna smita í skóla. Reglurnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem gerir ráð fyrir auknum fjölda smita vegna þeirra á meðal barna á skólaaldri.

Skólar muni hafa nóg á sinni könnu

„Ég trúi honum þegar hann segir að nú muni fjölga smitum í skólunum. Þau eru nú þegar mörg svo það er viðbúið að þetta muni auka álag vegna forfalla starfsfólks, kennara og barna. En á móti kemur öll sú rosalega vinna sem hefur farið í smitrakningu og endurtekna sóttkví einkennalausra barna. Verkefni skólanna verða áfram töluverð næstu vikur,“ segir Magnús.

Hann segir skólastjórnendur og kennara hafa fylgt fyrirmælum sóttvarnayfirvalda í einu og öllu hingað til og að engin breyting verði á því nú. Það sé fyrirséð að smit muni fara eins og eldur um sinu um skólastarfið. En Magnús bindur vonir við að vísindamenn hafi rétt fyrir sér í því að þetta kunni að vera „lokabaráttan“.

Janssen-kennarar skekki stöðuna

Að mati Magnúsar spila þó fleiri hlutir inn í þann fjölda smita sem greinist í skólum, þar á meðal bóluefnategund kennara.

Þá daga sem kennarar voru kallaðir í bólusetningu var bóluefni Johnson & Johnson oftast á boðstólum en virkni þess bóluefnis virðist hafa verið ofmetin í fyrstu.

Nú er því afar lítill hluti þeirra sem fengu Janssen-bóluefnið í upphafi þríbólusettir. Magnús segir þetta vera algjört klúður sem skekki stöðuna.

„Það væri auðvitað frábært ef allur hópurinn væri þríbólusettur. Það er það sem er kannski helsti streituvaldurinn núna. Við erum ekki einu sinni með meirihluta kennara þríbólusettan.“

mbl.is