Heimilismenn á Grund greinst með veiruna

Kórónuveiran Covid-19 | 26. janúar 2022

Heimilismenn á Grund greinst með veiruna

Undanfarna daga hafa 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund greinst með kórónuveiruna. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilana, staðfestir þetta í samtali við mbl.is og bendir á að lítið sé um alvarleg veikindi enda nær allir þríbólusettir. 

Heimilismenn á Grund greinst með veiruna

Kórónuveiran Covid-19 | 26. janúar 2022

Hjúkrunarheimilið Grund.
Hjúkrunarheimilið Grund. Ljósmynd/Aðsend

Undanfarna daga hafa 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund greinst með kórónuveiruna. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilana, staðfestir þetta í samtali við mbl.is og bendir á að lítið sé um alvarleg veikindi enda nær allir þríbólusettir. 

Undanfarna daga hafa 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund greinst með kórónuveiruna. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilana, staðfestir þetta í samtali við mbl.is og bendir á að lítið sé um alvarleg veikindi enda nær allir þríbólusettir. 

„Þetta er eitthvað sem við ráðum við og tæklum af æðruleysi,“ segir Gísli. 

Rúv greindi fyrst frá.

Smitin eru einangruð við eina deild hjúkrunarheimilisins og aðeins einn heimilismanna hefur þurft að leggjast inn á Landspítala, að því er Sigrún Faulk, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Grund, sagði í samtali við Rúv. 

Spurður út í stöðuna fram undan og fyrirhugaðar afléttingar í samfélaginu, segir Gísli að nú bíði menn og sjái hvað verður. „Þetta hjálpar okkur líka að fá eitthvað af starfsfólki til baka, skilst mér. Og það er mikilvægt fyrir okkur,“ segir hann. Aðspurður segir hann að starfsemin hafi þó gengið vel og tekur fram að starfsmenn í hjúkrunarþjónustu hafi almennt verið að passa sig vel undanfarin tvö ár og reynt að komast hjá smiti. 

Fram kemur á heimasíðu Grundar að frá 30. desember hafi heimilið eingöngu verið opið á milli kl. 13-17 fyrir heimsóknir. Aðeins einn aðstandandi má koma í heimsókn á dag og beðið er um að heimsóknargestir séu ekki börn eða ungmenni. Farið er fram á að gestir séu bólusettir, gæti sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum og ekki verra að þeir taki reglulega hraðpróf. Alger grímuskylda er á meðan á heimsókn stendur. 

mbl.is