Ríkið borgi kosningaloforð Samfylkingarinnar

Alþingi | 26. janúar 2022

Ríkið borgi kosningaloforð Samfylkingarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, var síðastur á mælendaskrá undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag og gerði nýja félagshagfræðilega skýrslu um Sundabraut að umtalsefni. Hann segir borgarstjórn hafa staðið í vegi fyrir framkvæmdinni.

Ríkið borgi kosningaloforð Samfylkingarinnar

Alþingi | 26. janúar 2022

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. mbl.is/Hari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, var síðastur á mælendaskrá undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag og gerði nýja félagshagfræðilega skýrslu um Sundabraut að umtalsefni. Hann segir borgarstjórn hafa staðið í vegi fyrir framkvæmdinni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, var síðastur á mælendaskrá undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag og gerði nýja félagshagfræðilega skýrslu um Sundabraut að umtalsefni. Hann segir borgarstjórn hafa staðið í vegi fyrir framkvæmdinni.

Hann segir borgina hafa dregið lappirnar og þvælst fyrir framkvæmdinni og sakar ríkisstjórnina um að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík með borgarlínunni.

Öllum ljóst nema Degi og Sigurði

Að mati Sigmundar sýndi skýrslan sem var skilað í gær eitthvað sem öllum var kunnugt um „nema hugsanlega borgarstjórinn í Reykjavik og samgönguráðherrann.“

Það er að framkvæmdin sé gríðarlega hagkvæm, en samkvæmt skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits og ráðgjafafyrirtækisins Cowi getur samfélagslegur ábati af framkvæmdinni numið allt að 238 milljörðum króna.

Sigmundi segir að þrátt fyrir þetta hafi markvisst verið þvælst fyrir þessari framkvæmd.

Sér hreina andstöðu hjá borginni

„Það er ekki hvað síst vegna andstöðu borgarinnar við þessa framkvæmd, það er ekki hægt að líta á aðgerðir borgarinnar, sem margar eru til þess fallnar að þvælast fyrir þessari framkvæmd, öðruvísi en svo að þar sé um hreina andstöðu að ræða,“ sagði Sigmundur.

Það eigi einnig við um aðrar samgöngubætur. Þar á meðal framkvæmdir inni í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þar sem Sigmundur segir ríkið hafa tekið að sér „að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík um borgarlínu gegn því að fá að ráðast í aðrar arðbærar og nauðsynlegar framkvæmdir til að bæta ástand umferðar á höfuðborgarsvæðinu“.  

Sigmundur segir borgarfulltrúa, þar á meðal innan skipulagsráðs Reykjavíkur, marga vera andsnúna fyrirætlunum sem hann telur til raunverulegra úrbóta en þeir einbeiti sér frekar, með stuðningi ríkisstjórnarinnar, að hinni mun síður hagkvæmu borgarlínu“.

mbl.is