Slétt tvö ár á morgun

Kórónuveiran COVID-19 | 26. janúar 2022

Slétt tvö ár á morgun

Slétt tvö ár verða á morgun liðin síðan almannavarnir settu á óvissustig vegna kórónuveirunnar.

Slétt tvö ár á morgun

Kórónuveiran COVID-19 | 26. janúar 2022

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Ljósmynd/Lögreglan

Slétt tvö ár verða á morgun liðin síðan almannavarnir settu á óvissustig vegna kórónuveirunnar.

Slétt tvö ár verða á morgun liðin síðan almannavarnir settu á óvissustig vegna kórónuveirunnar.

Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarna, á upplýsingafundi í morgun. Hann bætti við að undirbúningur vegna mögulegs faraldurs hafi aftur á móti staðið yfir í fimmtán ár.

Tilkynningin um óvissustigið hljóðaði m.a. svona:

„Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Faraldurinn breiðist hratt út en enn sem komið er hafa flest tilfellin greinst í Kína,“ sagði í tilkynningunni.

Tekur nokkra daga að ná áttum

Á upplýsingafundinum talaði Víðir einnig um að margir hafi eflaust losnað fyrr úr sóttkví en þeir héldu eftir breytingarnar á sóttvarnareglum sem tóku gildi á miðnætti. Einhverjir gætu einnig fundið fyrir kvíða og óróleika vegna stöðu mála.

Hann hvatti fólk til að fara varlega og sagði það taka nokkra daga fyrir fólk að ná áttum. Sömuleiðis sendi hann starfsmönnum skóla baráttukveðjur og sagði að vafalítið muni reyna á þá næstu vikurnar.

mbl.is