Sóttvarnalæknir ekki í öfundsverðri stöðu

Bólusetningar við Covid-19 | 26. janúar 2022

Sóttvarnalæknir ekki í öfundsverðri stöðu

„Það er erfitt fyrir okkur sem framkvæmdaraðila að tjá okkur sérstaklega um þetta, við tökum engar ákvarðir heldur fylgjum við þeirri ákvarðanatöku sem sóttvarnalæknir tekur hverju sinni,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins aðspurð um nýjustu afléttingar á smitgát og sóttkví á meðal grunn- og leikskólabarna sem tóku gildi að miðnætti.

Sóttvarnalæknir ekki í öfundsverðri stöðu

Bólusetningar við Covid-19 | 26. janúar 2022

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Það er erfitt fyrir okkur sem framkvæmdaraðila að tjá okkur sérstaklega um þetta, við tökum engar ákvarðir heldur fylgjum við þeirri ákvarðanatöku sem sóttvarnalæknir tekur hverju sinni,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins aðspurð um nýjustu afléttingar á smitgát og sóttkví á meðal grunn- og leikskólabarna sem tóku gildi að miðnætti.

„Það er erfitt fyrir okkur sem framkvæmdaraðila að tjá okkur sérstaklega um þetta, við tökum engar ákvarðir heldur fylgjum við þeirri ákvarðanatöku sem sóttvarnalæknir tekur hverju sinni,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins aðspurð um nýjustu afléttingar á smitgát og sóttkví á meðal grunn- og leikskólabarna sem tóku gildi að miðnætti.

„Það hafa alltaf verið færri sem koma í seinni bólusetningu, við höfum séð það gerast í öllum hópum á meðal fullorðinna þannig ég á ekkert endilega von á að það verði eitthvað sérstaklega mikið um forföll hjá börnum í seinni bólusetningunni,“ segir Ragnheiður en áætlað er að börn fái boð í seinni bólusetningarskammtinn í næstu viku. 

„Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem koma til með að fá kórónuveiruna í millitíðinni,“ segir hún og tekur fram að margar misjafnar sviðsmyndir þurfi að hafa til hliðsjónar þegar jafn stórar ákvarðanir sem þessar eru teknar. „Það er í mörg horn að líta og margar erfiðar sviðsmyndir sem koma upp og fólk stendur frammi fyrir,“ segir Ragnheiður. 

„Sé horft til sóttvarnarsjónarmiða með tilliti til barna þá hefði kannski verið skynsamlegt að bíða í smá tíma með þessar afléttingar þar til börnin væru orðin fullbólusett. En um leið komum við að félagslegaþætti barna. Það er mikilvægt fyrir þau að komast í skólann. Það er auðvitað alltaf verið að reyna fara árangursdrifnar leiðir. En það er aldrei hægt að fara leið sem er 100% fyrir alla,“ útskýrir Ragnheiður.

Mikill léttir fyrir börn, foreldra og framkvæmdaraðila

Ragnheiður hefur undanfarna mánuði verið ein lykilkonan í bólusetningarherferð gegn kórónuveirunni á Íslandi. Hún segir bólusetningar barna hafa gengið vel en hátt hlutfall barna í sóttkví og smitgát síðustu vikur og mánuði hafi sett strik í reikninginn.

„Þegar það voru komnar yfir 3.000 sýnatökur á börnum hjá okkur á dag þá fórum við að upplifa ófremdarástand. Börn voru að koma trekk í trekk í sýnatöku og voru að rétt búin losna úr sóttkví þegar þau voru komin aftur í sóttkví. Sú sviðsmynd var ekki endilega sú besta fyrir börnin,“ segir Ragnheiður og lýsir líðan þeirra barna sem stóðu frammi fyrir sóttkví daginn út og daginn inn. „Það létti mjög á okkur þegar við fórum að taka bara sýni úr kinn á börnum. Það létti ekki síður á börnunum. Það er ekki þægilegt fyrir börn að láta taka sýni úr nefkoki síendurtekið,“ segir Ragnheiður.

„Þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir sóttvarnarlækni. Hann er ekki í öfundsverðri stöðu. Með þessu er verið að reyna að sviga leið sem er svolítið torfær og miðað við hugarfarið þá sýnist mér allir vera að reyna að vera í sama liðinu,“ segir Ragnheiður og lítur björtum augum á það sem koma skal.

mbl.is