Aflétt fyrr ef allt gengur að óskum

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Aflétt fyrr ef allt gengur að óskum

Ef faraldurinn þróast með jákvæðum hætti næstu vikur og allt gengur að óskum verður takmörkunum aflétt fyrr en áætlað er. Þetta sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is eftir blaðamannafundinn þar sem afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt.

Aflétt fyrr ef allt gengur að óskum

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Willum Þór segir mikla áherslu hafa verið lagða á að …
Willum Þór segir mikla áherslu hafa verið lagða á að fylgja ráðum Þórólfs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef faraldurinn þróast með jákvæðum hætti næstu vikur og allt gengur að óskum verður takmörkunum aflétt fyrr en áætlað er. Þetta sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is eftir blaðamannafundinn þar sem afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt.

Ef faraldurinn þróast með jákvæðum hætti næstu vikur og allt gengur að óskum verður takmörkunum aflétt fyrr en áætlað er. Þetta sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is eftir blaðamannafundinn þar sem afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt.

Eins og staðan er í dag er stefnt af því að öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands verði aflétt þann 14. mars næstkomandi.

Willum sagði afléttingarnar með því bjartsýnna sem hann hefði gert á þeim stutta tíma sem hann hefði verið í embætti. Ekki hefði þó komið til greina að aflétta öllum takmörkunum strax.

„Ég átta mig á því að staðan er auðvitað viðkvæm og þess vegna erum við að taka þetta varfærna skref. En að sama skapi erum við bara að horfa á leiðina út ef allt gengur að óskum. Um miðjan mars getum við aflétt öllu, en við erum líka við hugann við það að meta stöðuna daglega og ef það er tilefni til afléttinga, ef þetta þróast með jákvæðum hætti og allt fer að óskum, þá afléttum við fyrr.”

Mikil áhersla lögð á að fylgja ráðum sérfræðinga

Ráðherra vék lítillega frá tillögum sóttvarnalæknis í fyrsta skrefi sínu til afléttinga á sóttvarnaaðgerðum. Nýju reglurnar taka gildi fyrr en sóttvarnalæknir lagði til og opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður lengdur um tvær klukkustundir í stað einnar. Þá var hámarksfjöldi í verslunum hækkaður.

Willum segir ráðum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hafa verið fylgt í meginatriðum og hann hafi lagt mikla áherslu á það.

„Okkar sérfræðingar hafa reynst okkur mjög vel í gegnum þennan faraldur og það væri óráð að þykjast vita eitthvað meira núna þó það glitti í einhverja útleið. Þannig við fylgjum honum í meginefni.“

Ráðherra sagðist ekki hafa fundið skýr rök fyrir því að bíða með fyrsta skref afléttinga fram á þriðjudag líkt og sóttvarnalæknir lagði til.

„Mér er gert að meta þetta með hliðsjón af sóttvarnalögum. Þau segja mér að meta þetta með tilefni og nauðsyn, meðalhófi og jafnræði. Það hefði verið erfitt að boða þetta í dag og svo þurfa bara að bíða.“

Viðkvæm staða víða

Aðspurður sagði Willum það ekki hafa komið til greina að fara í fullar afléttingar strax líkt og sumar nágrannaþjóðir hafa gert.

„Nei, við erum auðvitað búin að vera með strangar sóttvarnaráðstafanir sem snúa að einangrun og sóttkvínni og það er bara ekki bara í heilbrigðiskerfinu, heldur líka félagslegri þjónustu, skólum og víða sem þetta er viðkvæm staða sem grundvallar það að sóttvarnalæknir leggur til þessi varfærnu skref.“

mbl.is