Bjóst við meiru

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Bjóst við meiru

Ég bjóst við meiru en ég virði það að upplýsingar hafa eflaust gefið það til kynna að þetta yrði að vera í ákveðnum skrefum og ég held að það geti bara verið skynsamlegt,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um afléttingar sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins.

Bjóst við meiru

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég bjóst við meiru en ég virði það að upplýsingar hafa eflaust gefið það til kynna að þetta yrði að vera í ákveðnum skrefum og ég held að það geti bara verið skynsamlegt,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um afléttingar sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins.

Ég bjóst við meiru en ég virði það að upplýsingar hafa eflaust gefið það til kynna að þetta yrði að vera í ákveðnum skrefum og ég held að það geti bara verið skynsamlegt,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um afléttingar sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins.

Eins og staðan er í dag er stefnt af því að öll­um sótt­varnaaðgerðum inn­an­lands verði aflétt þann 14. mars næst­kom­andi en fyrsta skrefið verður tekið á miðnætti þegar fjölda­tak­mark­an­ir verða færðar úr 10 í 50.

Logi segir auðvitað mjög ánægjulegt að aðstæður séu að verða með þeim hætti að allt stefni í eðlilegt líf hér á landi á vormánuðum.

„Þetta vekur samt athygli á því að væntingastjórnum, sérstaklega ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins, hefur algjörlega brugðist. Sérstakt hvað þau voru yfirlýsingaglöð fyrir sólarhring síðan, miðað við það sem er að koma núna,“ segir Logi.

Spurður hvort hann hefði viljað sjá meiri afléttingar taka gildi núna í fyrstu lotu segir Logi að horfa verði til margra þátta þegar þessi mál eru skoðuð.

„Einn þeirra er heilbrigðiskerfið og auðvitað yfirsýn sóttvarnayfirvalda. Þegar þetta er allt lagt saman held ég að niðurstaðan hafi auðvitað getað orðið þessi. Það er gleðilegt að það sé að létta aðeins til og vonandi verður létt meira á næstu daga og vikur.“

mbl.is