Fjölgar aðeins á spítala

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Fjölgar aðeins á spítala

35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. 

Fjölgar aðeins á spítala

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Starfsmaður Landspítala að störfum.
Starfsmaður Landspítala að störfum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. 

35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. 

33 lágu á spítala með Covid-19 í gær og hefur því fjölgað um tvo á milli daga.

Meðalaldur innlagðra er 59 ár.

Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans.

Þar er ekki tekið fram hversu margir sjúklinganna eru með virk kórónuveirusmit en síðustu daga hafa almennt um 10 manns úr hópnum verið lausir við slíkt. 

9.422 sjúklingar eru í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans, þar af 3.369 börn.  

Covid sýktir starfsmenn Landspítala, í einangrun eða innlögn, eru 208 talsins.

Ríkisstjórnin kynnir í dag þá leið sem hún hyggst fara í afléttingum á takmörkunum vegna faraldursins. 

Þegar hefur spítalinn sagt að það sé honum vandasamt að verja sjúklinga fyrir smiti, í kjölfar þess að reglur um sóttkví voru rýmkaðar verulega.

mbl.is