Ingi Torfi og Linda hugsa um heilsuna og ætla að giftast

Brúðkaup | 28. janúar 2022

Ingi Torfi og Linda hugsa um heilsuna og ætla að giftast

Það er áhugavert að fylgjast með vegferð hjónanna, Inga Torfa Sverrissonar og Lindu Rakelar Jónsdóttur sem létu draum sinn rætast fyrir einum fimm árum, sögðu upp störfum sínum og stofnuðu fyrirtækið ITS Macros. Þau segja frá sínum hugsjónum í Heilsublaði Nettó: 

Ingi Torfi og Linda hugsa um heilsuna og ætla að giftast

Brúðkaup | 28. janúar 2022

Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir.
Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir.

Það er áhugavert að fylgjast með vegferð hjónanna, Inga Torfa Sverrissonar og Lindu Rakelar Jónsdóttur sem létu draum sinn rætast fyrir einum fimm árum, sögðu upp störfum sínum og stofnuðu fyrirtækið ITS Macros. Þau segja frá sínum hugsjónum í Heilsublaði Nettó: 

Það er áhugavert að fylgjast með vegferð hjónanna, Inga Torfa Sverrissonar og Lindu Rakelar Jónsdóttur sem létu draum sinn rætast fyrir einum fimm árum, sögðu upp störfum sínum og stofnuðu fyrirtækið ITS Macros. Þau segja frá sínum hugsjónum í Heilsublaði Nettó: 

„Sumir spyrja um hvað við tölum eiginlega um þegar við erum saman alla daga en það er aldrei vandamál, endalaust blaður, grín og bull og Ingi með stöðugt uppistand.

ITS Macros sérhæfir sig í að telja macros sem er einfaldlega skráning og talning á næringarefnum, kolvetnum, próteini og fitu.

„Í þjálfuninni reiknum við út næringarþörf viðskiptavina okkar út frá upplýsingum hvers og eins. Það er svo undir viðskiptavininum að finna hvað hentar sér best innan þess ramma sem við smíðum saman, í mataræði og æfingur,“ segja hjónin. 

Hvernig varð hugmyndin til?

„Ingi Torfi byrjaði sjálfur að telja macros 2106 með rosalega góðum árangri og ég elti svo eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um þessar pælingar. Við fundum bæði rosalegar bætingar á æfingum, betri líðan, jafnari orka, fljótari endurheimt og allskonar sem sýndi okkur að við vorum á réttri leið. Því næst fórum við að aðstoða vini og vandamenn og svo fór boltinn að rúlla,“ segir Linda. 

Er flókið að telja macros?

„Í grunninn er það ekki flókið nei. Það krefst vissulega smá vinnu í byrjun og þess að þú lærir og fræðist en sú þekking fylgir þér svo út ævina. Það er magnað að sjá hvað fólk er fljótt að ná þessu. Svo erum við til taks allan daginn hafi viðskiptavinir okkar einhverjar spurningar eða vanti ráð og lausnir,“ segir hún. 

Hvernig fer aðhaldið fram?

„Við notumst við MyFitnessPal appið, þar sem þú skráir inn það sem þú borðar yfir daginn. Hver og einn viðskiptavinur fær sínar tölur sem eru sérsniðnar að markmiðum, aldri, kyni, hæð, þyngd og hreyfingu hvers og eins.“

Er mikið sem ekki má?

„Það eru engin boð og bönn. Það er svona það helsta sem virkar til þess að maður nenni að gera þetta marga mánuði ef ekki ár í röð. Þú lærir svo mikið um næringu að þú veist hvað virkar og virkar ekki. Ef þú ert að fara að fá þér ís eða nammi þá gerir þú bara ráð fyrir því í skipulaginu þínu. Ef þú ert að fara út að borða þá veistu um það bil hvað hver réttur er að telja ef þú prófar að skrá hann í My fitness pal og þá hagarðu bara deginum þínum að þessum viðburðum og lætur það passa. Það er mjög algengt að fólk einblíni mikið á gæði en hafi ekki hugmynd um magn fyrr en það prófar macros. Það má segja að með macros skiljir þú leikinn endanlega,“ segir hún. 

Hver eru helstu mistökin sem fólk er að gera í mataræðinu?

„Ætli það sé ekki einmitt að setja fæðutegundir á bannlista og mynda með sér neikvætt samband við mat. Ákveða að eitthvað einn sé óhollt og bannað. Við þekkjum öll aðferðina að taka út sykur, brauð, glúten, áfengi, gos og já kannski megnið af því sem okkur finnst gott. Þegar í grunninn snýst þetta alltaf um heildar magnið sem við borðum yfir daginn. Þú getur líka verið að borða alveg rosalega holla fæðu en þegar uppi er staðið ertu að borða alltof mikið. Eins er það oft óþolinmæðin sem skemmir fyrir. Það er alltaf verið að horfa á loka markmiðið sem getur í raun tekið ár eða meira en ef það hafa ekki gerst kraftaverk eftir 10 daga þá slokknar á neistanum. Við hjálpum fólki við það að sjá heildarmyndina, að leggja inn vinnuna og taka eitt skref í einu,“ segir Linda. 

Skiptir andlega heilsan máli þegar kemur að því að ná árangri?

„Já, að okkar mati helst það í hendur. Það er oft ekki nóg að taka bara til í mataræðinu ef maður er ennþá að berjast við leiðinlegar hugsanir eða lélega sjálfsmynd. Við leggjum því mjög mikið upp úr andlega þættinum og látum fólk vinna verkefni/áskoranir í hverri viku þar sem við sjáum að fólk hefur á endanum breyst og farið að gera allskonar nýja og magnaða hluti sem því hefði ekki dottið í hug áður. Við leggjum mikið upp úr því að hrósa fyrir það sem er vel gert og umfram allt, finna lausnir og leiðir þegar fólki líður illa eða það gengur ekki allt samkvæmt áætlun því stundum tekur lífið óvæntar stefnu,“ segir hún. 

Hvernig gengur ykkur hjónunum að vinna saman?

„Okkur gengur mjög vel að vinna sama, við eru svo lík með margt og hugsum þetta eins svo það verða aldrei neinir árekstrar hjá okkur. Svo er æðislegt að vinna með besta vini sínum. Alltaf stuð og fíflalæti á skrifstofunni. En þess utan þá vegum við hvort annað einstaklega vel upp.“

Hvernig er verkaskiptingunni á heimilinu háttað?

„Ingi eldar allan mat, ég þóttist vera mjög öflug í eldhúsinu en það komst fljótt upp um mig þar en ég þvæ allan þvott, helst áður en hann nærð að verða skítugur. Við erum bæði miklir snyrtipinnar svo við hjálpumst að með allt annað. Ingi setur alltaf tannkrem á tannburstann minn og ég skrái allt í My fitnesspal fyrir okkur,“ segir Linda. 

Áhugamál ykkar utan vinnu?

„Við vinnum saman, æfum saman, og erum saman alla daga og þegar við tökum smá break þá rúntum við saman. Sumir spyrja um hvað við tölum eiginlega um þegar við erum saman alla daga en það er aldrei vandamál, endalaust blaður, grín og bull og Ingi með stöðugt uppistand,“ segir hún. 

Hvað gerið þið í fríum?

„Við elskum að dúllast i sumarbústaðnum og gera fínt. Breyta gömlu, spreyja svart og gera kósý. Höfum àhuga á hönnun og horfum a arkitektar þætti og skoðum innanhúshönnunar síður. A veturnar förum við a gönguskíði, höfum gaman af útiveru og stefnum á hálendi ferðalög næsta sumar,“ segir hún. 

Þú fékkst bónorð á árinu, segðu okkur aðeins frá því?

„Bónorðið kom á afmælisdaginn minn eftir að Ingi bauð fólkinu okkar í óvænt afmæli. Við vorum bara tvö eftir i lok dags þegar hann réttir mér box sem ég var 150% viss um að innihéldi eyrnalokkana sem ég var búin að tala um lengi. Hann spyr hvort að við þurfum ekki eitthvað að byrja að plana partý næsta sumar en ég sko elska að plana partý. Ég opna svo boxið, sé hringinn og brest bara í grát á sömu sek og hann biður mín. Ég náði nú samt að segja já,“ segir Linda og brosir. 

ÞJÓÐARRÉTTUR ITS -BOLOGNESE

200 g spaghetti

10 g Avocado olía

400 g Bolognese sósa

½ teningur nautakraftur

300 g ungnautahakk

Lúka af ferskri basiliku

Ferskur parmesan

Klettasalat eftir smekk

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Sjóðið vatn í stórum potti og setjið Avocado olíu út í vatnið ásamt salti. Sjóðið spaghettíið eftir leiðbeiningum á pakka. Steikið hakkið á pönnu og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Hitið Bolognese sósuna í potti og setjið nautakraftinn út í. Hellið Bolognese Sósunni út á pönnuna með ungnautahakki þegar hún hefur fengið að malla í smá stund. Bætið síðan spaghettíinu út á pönnuna þegar það er tilbúið. Þegar búið er að skammta á diskana erferskum, rifnum parmesan dreift yfir ásamt basiliku og klettasalat.

mbl.is