Meirihluti Íslendinga jákvæðir í garð #MeToo

MeT­oo - #Ég líka | 28. janúar 2022

Meirihluti Íslendinga jákvæðir í garð #MeToo

Meirihluti Íslendinga telja #MeToo umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þó hefur jákvæðnin aðeins minnkað miðað við sambærilega könnun sem var gerð í maí 2018. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Meirihluti Íslendinga jákvæðir í garð #MeToo

MeT­oo - #Ég líka | 28. janúar 2022

Jákvæðni í garð #MeToo umræðunnar var yfir 50% hjá öllum …
Jákvæðni í garð #MeToo umræðunnar var yfir 50% hjá öllum aldurhópum nema hjá körlum á aldursbilinu 50-69 ára. mbl.is

Meirihluti Íslendinga telja #MeToo umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þó hefur jákvæðnin aðeins minnkað miðað við sambærilega könnun sem var gerð í maí 2018. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Meirihluti Íslendinga telja #MeToo umræðuna jákvæða fyrir íslenskt samfélag. Þó hefur jákvæðnin aðeins minnkað miðað við sambærilega könnun sem var gerð í maí 2018. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Af þeim 815 sem svöruðu könnuninni eru 60,4% sem þykir #MeToo umræðan vera jákvæð fyrir íslenskt samfélag miðað við 70,5% í maí 2018.

Þessa lækkun má rekja til fjölgunar á fólki sem ekki tók afstöðu í könnuninni en nú voru um 24% sem svöruðu hvorki né miðað við 16,6% áður.

Eldri karlmenn ekki jafn jákvæðir

Stærsti hópurinn sem telur umræðuna vera mjög jákvæða fyrir samfélagið eru konur á aldrinum 18-29 ára eða um 52,1% þeirra.

Um 41,4% kvenna þykir umræðan vera mjög jákvæð fyrir íslenskt samfélag miðað við aðeins 25% karla.

Ef horft er til eldri kynslóðarinnar má sjá að aðeins 15,7% karla á aldrinum 50-59 ára telja #MeToo umræðuna vera mjög jákvæða fyrir íslenskt samfélag og um 14,3% þeirra telja umræðuna vera mjög neikvæða fyrir samfélagið.

Jákvæðni í garð #MeToo umræðunnar var yfir 50% hjá öllum aldurhópum nema hjá körlum á aldursbilinu 50-69 ára.

mbl.is