Segir afléttingaáætlun vonbrigði

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Segir afléttingaáætlun vonbrigði

Þessar nýju breytingar á sóttvörnum eru hænuskref í rétta átt en það hefði vel mátt ganga talsvert lengra,“ skrifar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, á facebook-síðu sína. Hann segir erfitt að réttlæta 50 manna samkomutakmörkun á sama tíma og 0,1 prósent þeirra sem smitast leggjast inn á spítala, og enn lægra hlutfall sem fer inn á gjörgæslu.

Segir afléttingaáætlun vonbrigði

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Sigmar Guðmundsson á þingi.
Sigmar Guðmundsson á þingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessar nýju breytingar á sóttvörnum eru hænuskref í rétta átt en það hefði vel mátt ganga talsvert lengra,“ skrifar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, á facebook-síðu sína. Hann segir erfitt að réttlæta 50 manna samkomutakmörkun á sama tíma og 0,1 prósent þeirra sem smitast leggjast inn á spítala, og enn lægra hlutfall sem fer inn á gjörgæslu.

Þessar nýju breytingar á sóttvörnum eru hænuskref í rétta átt en það hefði vel mátt ganga talsvert lengra,“ skrifar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, á facebook-síðu sína. Hann segir erfitt að réttlæta 50 manna samkomutakmörkun á sama tíma og 0,1 prósent þeirra sem smitast leggjast inn á spítala, og enn lægra hlutfall sem fer inn á gjörgæslu.

Eins og staðan er í dag er stefnt af því að öll­um sótt­varnaaðgerðum inn­an­lands verði aflétt þann 14. mars næst­kom­andi en fyrsta skrefið verður tekið á miðnætti þegar fjölda­tak­mark­an­ir verða færðar úr 10 í 50.

Sigmar segir að þrír hafi að jafnaði verið á gjörgæslu frá áramótum og í tölum frá því í gær komi fram að 20 hafi legið á spítalanum vegna Covid, þó vissulega hafi fleiri verið með Covid en inniliggjandi af öðrum ástæðum.

„Nágrannalönd okkar eru að ganga enn lengra en við og eru sum hver að aflétta öllu. Það er því óhætt að segja að þessi afléttingaáætlun valdi vonbrigðum og mér finnst ekki líklegt að það sé einhugur um þetta á milli þingflokka ríkisstjórnarinnar. En vonandi klárast þetta fljótlega,“ skrifar Sigmar.

mbl.is