12 veislur, 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður

12 veislur, 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur fallist á að birta skýrslu Sue Gray í fullri lengd eftir að lögreglurannsókn málsins lýkur, en tiltekin atriði voru afmáð úr skýrslunni áður en hún var birt, til að koma í veg fyrir hlutdrægni í ákvarðanatöku í máli lögreglunnar um fésektir.

12 veislur, 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður

Veislu­höld í Down­ingstræti | 31. janúar 2022

Tiltekin atriði voru afmáð úr skýrslu Sue Gray, um veisluhöld …
Tiltekin atriði voru afmáð úr skýrslu Sue Gray, um veisluhöld á Downingsstræti 10, áður en hún var birt, vegna rannsóknar lögreglu. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur fallist á að birta skýrslu Sue Gray í fullri lengd eftir að lögreglurannsókn málsins lýkur, en tiltekin atriði voru afmáð úr skýrslunni áður en hún var birt, til að koma í veg fyrir hlutdrægni í ákvarðanatöku í máli lögreglunnar um fésektir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur fallist á að birta skýrslu Sue Gray í fullri lengd eftir að lögreglurannsókn málsins lýkur, en tiltekin atriði voru afmáð úr skýrslunni áður en hún var birt, til að koma í veg fyrir hlutdrægni í ákvarðanatöku í máli lögreglunnar um fésektir.

Lögreglan í Lundúnum hefur ekki gefið upp nákvæmari tímaramma í tengslum við rannsóknina, en þann að hún ætti ekki að taka meira en ár. Til rannsóknar eru tólf veislur og gögnin sem liggja fyrir í málinu telja yfir 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður.

Boris Johnson var viðstaddur þrjár af þessum veislum, hið minnsta, að því sem fram kemur í skýrslunni.

Boris Johnson á í hættu að samþykkt verði vantrausttillaga á …
Boris Johnson á í hættu að samþykkt verði vantrausttillaga á hendur honum og þar með yrði hann að víkja úr embætti forsætisráðherra. AFP

Sue Gray mun birta uppfærða skýrslu í fullri lengd

Þá mun forsætisráðherrann einnig óska eftir því að Sue Gray, sérstakur saksóknari og höfundur skýrslunnar, uppfæri skýrsluna ef ný gögn koma fram í málinu.

Johnson kom fram fyrir þingið í dag og baðst afsökunar á því sem mis­fórst við veislu­höld í Down­ingstræti 10 meðan á út­göngu­banni stóð, og því hvernig ásak­an­ir um brot á sótt­varn­a­regl­um hafa verið meðhöndlaðar. 

Málið hefur þó vakið reiði og vantraust á hendur forsætisráðherranum og einhverjir vilja að hann víki úr embætti. Johnsons stendur því í ströngu nú að tryggja sér nægilegan stuðning á þinginu. Grannt er fylgst með gangi mála á BBC.

mbl.is