Börnin rólegri í seinni sprautunni

Bólusetningar við Covid-19 | 31. janúar 2022

Börnin rólegri í seinni sprautunni

Nokkur hundruð börn hafa þegið sinn annan skammt af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 í dag en þrjár vikur eru liðnar frá því að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófst með skipulegum hætti í Laugardalshöllinni. 

Börnin rólegri í seinni sprautunni

Bólusetningar við Covid-19 | 31. janúar 2022

Dagurinn hefur farið rólega af stað.
Dagurinn hefur farið rólega af stað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkur hundruð börn hafa þegið sinn annan skammt af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 í dag en þrjár vikur eru liðnar frá því að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófst með skipulegum hætti í Laugardalshöllinni. 

Nokkur hundruð börn hafa þegið sinn annan skammt af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 í dag en þrjár vikur eru liðnar frá því að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófst með skipulegum hætti í Laugardalshöllinni. 

Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir, verk­efna­stjóri bólu­setn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuð­borg­ar­svæðis­ins, segir daginn hafa farið vel af stað og eru börnin að jafnaði rólegri.

„Börnin eru sjóuð og kunna þetta allt saman. Mín tilfinning er sú að þetta gangi miklu betur hjá mörgum en síðast.“

Margir fengið Covid-19 í millitíðinni

Um 1.300 börn sinn fyrsta skammt af bóluefni á mánudaginn fyrir þremur vikum en í dag hafa hátt í 700 börn mætt. Að sögn Sigríðar er erfitt að segja til um hver talan verður undir lok dags en dagurinn fer rólegra af stað en síðast.

Býst hún ekki við að fjöldinn verði jafn hár enda eflaust hluti af hópnum sem hefur fengið Covid-19 í millitíðinni. Þurfa þeir einstaklingar að bíða í þrjá mánuði til viðbótar áður en þeir geta þegið sinn seinni skammt af bóluefni.

Boða þá síðustu

Samhliða bólusetningu barna eru heilbrigðisstarfsmenn einnig að taka á móti fólki í örvunarskammt í Laugardalshöllinni og hafa nokkur hundruð manns mætt í dag.

Að sögn Sigríðar var aftur gripið til þess ráðs að boða einstaklinga í örvunarskammt eftir að það fór að draga verulega úr mætingu. Er nú verið að leggja lokahönd á að boða þá sem eftir standa.

mbl.is