Dýrkar döðlur og hnetusmjör

Heilsurækt | 31. janúar 2022

Dýrkar döðlur og hnetusmjör

Ásta Magnúsdóttir er móðir, matgæðingur og þessi týpa sem tekur alltaf myndir af matnum. Hún er uppskriftahönnuður fyrir Muna. Hollustan er henni hugleikin en sömuleiðis gott bragð og gæði. Hún deilir með okkur einstaklega bragðgóðum bitum sem fæddust í eldhúsinu hjá henni. Hún deilir sinni sýn í Heilsublaði Nettó: 

Dýrkar döðlur og hnetusmjör

Heilsurækt | 31. janúar 2022

Ásta Magnúsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir er móðir, matgæðingur og þessi týpa sem tekur alltaf myndir af matnum. Hún er uppskriftahönnuður fyrir Muna. Hollustan er henni hugleikin en sömuleiðis gott bragð og gæði. Hún deilir með okkur einstaklega bragðgóðum bitum sem fæddust í eldhúsinu hjá henni. Hún deilir sinni sýn í Heilsublaði Nettó: 

Ásta Magnúsdóttir er móðir, matgæðingur og þessi týpa sem tekur alltaf myndir af matnum. Hún er uppskriftahönnuður fyrir Muna. Hollustan er henni hugleikin en sömuleiðis gott bragð og gæði. Hún deilir með okkur einstaklega bragðgóðum bitum sem fæddust í eldhúsinu hjá henni. Hún deilir sinni sýn í Heilsublaði Nettó: 

Hefur þú alltaf haft áhuga á mat og matargerð?

„Já, svona lúmskt. Áhuginn byrjaði samt að aukast þegar ég var í menntaskóla en ég vildi taka mataræðið mitt í gegn og fór að prófa mig áfram. Mér þótti svo gaman að búa til mat frá grunni og ég byrjaði að taka myndir af öllu sem ég gerði og svo hef ég bara ekki stoppað.“

Hvaðan kemur áhuginn?

„Ömmu Eddu minni. Hún var alltaf að elda og baka og leyfði mér að vera með.“

Ertu dugleg að prófa eitthvað nýtt?

„Já, ég myndi klárlega segja það! Ég er alltaf að rekast á ný hráefni og bæta þeim við mataræðið mitt. Svo er ég voða heppin að eiga kínverska tengdafjölskyldu sem hefur opnað fyrir mér aðra veröld af gómsætum mat sem mér datt aldrei í hug að prófa.“ 

Hverjar eru aðal áherslurnar hjá þér í þínu mataræði?

„Ég legg mikla áherslu á að gera það sem ég get frá grunni, nota holl og góð hráefni og ekki setja mér bönn þegar kemur að mat.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég borða oftast einhverja gerð af graut hvort sem það er heitur hafragrautur, hafrar yfir nótt, chia-grautur eða hörfræjagrautur.“

Uppáhaldsmaturinn þinn þegar þú vilt gera vel við þig?

„Lambalæri, kartöflur og sveppasósa sem maðurinn minn eldar – algjör lúxusmatur.“

Uppáhaldshollustubitinn þinn?

„Döðlur og dökkt súkkulaði.“

Fylltar döðlur með hnetusmjöri 

Ef þig langar í eitthvað með kaffinu þá eru þessar sætu, fylltu döðlur svarið. Döðlurnar eru fylltar með gómsætu hnetusmjöri og ekki nóg með það heldur eru þær líka hjúpaðar með heimalöguðu súkkulaði sem inniheldur enn meira hnetusmjör! 

Innihald

  • 15-20 döðlur frá Muna
  • 6-10 tsk fínt hnetusmjör frá Muna

Heimalagað súkkulaði

  • 2 msk kókosolía frá Muna (fljótandi)
  • 2 msk kakóduft frá Muna
  • 1 tsk dökkt agave-síróp frá Muna
  • 1 tsk fínt hnetusmjör frá Muna

Aðferð

Fyllið döðlurnar með hnetusmjöri ca. 1/4 – 1/2 tsk. í hverja döðlu og skellið þeim inn í frysti í 10 mínútur. Á meðan gerið þið súkkulaðið.

Bræðið niður kókosolíu og hrærið kakódufti út í. Bætið svo sírópi og hnetusmjöri við og hrærið öllu vel saman.

Löðrið döðlurnar í súkkulaði og stráið sjávarsalti yfir ef þið viljið.

Geymið döðlurnar inni í frysti og þið eruð tilbúin fyrir kaffiboðið hvenær sem er!

Hrákúlur með kókos

Þessar hrákúlur eru ómissandi þegar mann langar í eitthvað sætt án hvíta sykursins!

Innihald

  • 20 döðlur frá Muna
  • 2 dl. grófir hafrar frá Muna
  • 1 msk. hampfræ frá Muna
  • 1 msk. kakóduft frá Muna
  • 1 dl. kókosmjöl frá Muna

Byrjið á því að sjóða vatn og leggið döðlurnar í heitt bleyti í 5-10 mínútur, það mýkir döðlurnar og gerir þær enn girnilegri.

Á meðan döðlurnar liggja í bleyti skellið þið höfrunum og hampfræjunum í matvinnsluvél og blandið saman í gróft duft.

Bætið döðlunum við ásamt kakóduftinu og blandið saman í deig. Ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 msk. af soðnu vatni.

Rúllið deiginu upp í kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu.

Kúlurnar skal geyma í ísskáp en þær geymist einnig vel í frystinum.

Avókadó súkkulaðitrufflur

Þessar avókadó súkkulaðitrufflur eru fyrir þá allra hörðustu, algjör kakóbomba.

Innihald

  • 1 stórt avókadó
  • 15 döðlur frá Muna
  • 1 væn msk. kakóduft frá Muna ásamt smá til að velta trufflunum upp úr
  • 2 msk. bragð- og lyktarlaus kókosolía frá Muna (fljótandi)

Aðferð

Byrjið á því að leggja döðlurnar í heitt bleyti í 10 mínútur, algjört töfratrikk til að mýkja þær ennþá meira! Setjuð allt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Geymið deigið í kæli í 1-2 klst. Kókosolían sér um að deigið harðni svo hægt sé að rúlla kúlunum upp. 

Einnig má setja hafra út í deigið og þá er hægt að rúlla deiginu strax upp í kúlur. Notið þá 1-2 dl. af fínum höfrum frá Muna og blandið í matvinnsluvél. 

Þegar deigið er tilbúið rúllið þið því upp í kúlur og veltið upp úr ljúffengu lífrænu kakódufti frá Muna.

Ef þú ert ekki fyrir kakó getur þú notað kókosmjöl í staðinn eða jafnvel hampfræ. 

Geymið trufflurnar í kæli eða frysti. 

mbl.is