Það er eitt að fara á tískusýningu. Annað að skoða klæðaburð fólksins sem mætir á tískusýningar. Það er ekki hægt að komast inn á tískusýningar hjá stóru tískuhúsunum nema hafa ríkuleg tengsl og þykja nokkuð merkilegur.
Það er eitt að fara á tískusýningu. Annað að skoða klæðaburð fólksins sem mætir á tískusýningar. Það er ekki hægt að komast inn á tískusýningar hjá stóru tískuhúsunum nema hafa ríkuleg tengsl og þykja nokkuð merkilegur.
Það er eitt að fara á tískusýningu. Annað að skoða klæðaburð fólksins sem mætir á tískusýningar. Það er ekki hægt að komast inn á tískusýningar hjá stóru tískuhúsunum nema hafa ríkuleg tengsl og þykja nokkuð merkilegur.
Það er þess vegna sem er áhugavert að skoða klæðaburðinn á kvenpeningnum sem mætti á haute couture-sýningu Chanel í París í síðustu viku. Stórir jakkar eru áberandi hjá þessum tískuskvísum og eru jakkarnir oftar en ekki tvíhnepptir, víðar gallabuxur koma líka sterkar inn og líka útvíðar gallabuxur. Jakkar sem ná niður fyrir rass eru líka áberandi og líka jakkar með mótorhjólasniði.
Hárgreiðslurnar voru allar mjög svipaðar, helst skipti í miðju og smá liðir í endana eða toppur! Já hann er að koma aftur! Það sem var einkennandi fyrir gestina á Chanel-tískusýningunni er að þær voru allar með litlar Chanel-töskur með löngu bandi. Það kemur ekki á óvart því slíkar töskur passa náttúrlega við allt.