Ekki hægt að vera í topp keppnisformi alltaf

Heilsurækt | 2. febrúar 2022

Ekki hægt að vera í topp keppnisformi alltaf

Þórólfur Ingi Þórsson, nífaldur Íslandsmethafi í öldungaflokkum frá 35 ára aldri og Íslandsmeistari í hálfu maraþoni, er byrjaður að undirbúa hlaupaárið 2022 með réttu mataræði, bætiefnum og hreyfingu. Við fengum að skyggnast inn í líf hlauparans. Hann segir frá því í Heilusblaði Nettó: 

Ekki hægt að vera í topp keppnisformi alltaf

Heilsurækt | 2. febrúar 2022

Þórólfur Ingi Þórsson hlaupari.
Þórólfur Ingi Þórsson hlaupari.

Þórólfur Ingi Þórsson, nífaldur Íslandsmethafi í öldungaflokkum frá 35 ára aldri og Íslandsmeistari í hálfu maraþoni, er byrjaður að undirbúa hlaupaárið 2022 með réttu mataræði, bætiefnum og hreyfingu. Við fengum að skyggnast inn í líf hlauparans. Hann segir frá því í Heilusblaði Nettó: 

Þórólfur Ingi Þórsson, nífaldur Íslandsmethafi í öldungaflokkum frá 35 ára aldri og Íslandsmeistari í hálfu maraþoni, er byrjaður að undirbúa hlaupaárið 2022 með réttu mataræði, bætiefnum og hreyfingu. Við fengum að skyggnast inn í líf hlauparans. Hann segir frá því í Heilusblaði Nettó: 

„Fyrir mér er árið 2022 merkilegt vegna þess að í júlí eru 20 ár síðan ég tók þátt í minni fyrstu hlaupakeppni eftir að ég varð fullorðinn,“ segir Þórólfur og vitnar í Námsflokkahlaupið, sem þá var og hét, og hljóp hann þar 10 km. Markmiðið hans var að hlaupa á undir klukkustund, sem honum tókst, en hann lauk hlaupinu á tímanum 54:39 mínútum. 

„Í mörg ár lagði ég ekki mikinn metnað í hlaupin og það tók mig langan tíma að komast undir 40 mínútur sem þótti ákveðinn múr til að brjóta. Á þessum tíma var ég þó ekkert að að hugsa um svefn eða mataræði sem nú á hug minn allan.“

Þurfti að gera meira

Í þessum mánuði eru fimm ár liðin síðan Þórólfur ákvað að taka hlaupin upp á næsta stig og verða bestur í sínum aldursflokki á Íslandi. 

„Vissulega skiptir það miklu máli að vera búinn að vera lengi að í hlaupum, það gaf mér kost á að auka álag á líkamann og byggja ofan á grunninn. En ég þurfti að gera meira, til dæmis gefa mér meiri tíma í endurheimt og bæta svefninn. Síðustu vikurnar fyrir stóra keppni þá hugsa ég um svefn sem síðustu æfingu dagsins sem ég ætla að mæta í á réttum tíma.  Ég hef einnig vandað mig betur með mataræði og passað að taka inn vítamín og fæðubótarefni sem virka fyrir mig,“ segir hann. 

Mikilvægt að hvíla hugann

Þórólfur segir hvert æfingatímabil standa yfir í sex mánuði sem endi svo með keppni þar sem hann stefnir á bætingu.

„Í dag eins og fyrir tuttugu árum þá keppi ég mikið, munurinn er sá að mikið af þeim keppnum sem ég tek þátt í í dag nýti ég sem hluta af æfingaáætluninni.  Það er nefnilega ekki hægt að vera í topp keppnisformi allt árið.“

Að loknu sex mánaða æfingatímabili og keppni tekur Þórólfur sér tveggja vikna frí þar sem hann hvílist vel, tekur engar æfingar og leyfir sér að slaka á í mataræðinu ef þannig ber undir.

„Hvíldin er ekki eingöngu líkamleg heldur er mjög gott að hvíla hugann frá æfingum og keppnum og safna upp hungri í að fara að æfa aftur og keppa.“

NOW til að stuðnings við matinn

Þórólfur er staddur í miðju æfingatímabili fyrir vormaraþon þessa dagana og segir hann fókusinn hingað til hafa verið á róleg hlaup og lyftingar sem undirbúning fyrir hraðari æfingar þegar nær dregur keppni. 

„Til stuðnings við matinn tek ég inn vítamín frá NOW og fæðubótaefni, það sem hefur reynst mér vel eru járntöflur, B12-vítamín, D-vítamín, Omega og Adam. Það virkar vel fyrir mig að bera magnesíum-sprey á vöðvana, ég losna þannig við fótaóeirð, sérstaklega á þetta við eftir gæðaæfingar seinnipartinn eða á kvöldin. Ég passa líka vel upp á að drekka vel af vatni eftir langar rólegar helgaræfingar, líka þótt ákefðin sé ekki mikil á æfingunni, ég blanda einnig NOW steinefnatöflum við vatnið.“

Æfir inni dimmustu mánuðina

Þessa fyrstu mánuði ársins er veðrið oft erfitt og segir Þórólfur það oft erfitt að taka góða æfingu úti.

„Þá nýti ég mér aðgang að líkamsræktarstöð og hleyp á hlaupabretti, þetta finnst mér vera stærsti kosturinn við að taka stærstu keppni ársins að vori, að nýta dimmustu mánuðina í að æfa inni. Eftir því sem nær dregur keppni tek ég svefninn fastari tökum, ég var alltaf að taka inn NOW Magnesium Citrate töflur fyrir svefninn en svo byrjaði ég að taka inn NOW Magetin sem inniheldur Magnesium L-Threonate. Ég finn virkilegan mun á gæðum svefnsins, ég er fljótari að sofna og sef betur yfir nóttina.“

1% bæting í einu

Það er Þórólfi mjög hugleikið að hvetja fólk til dáða þegar kemur að hreyfingu, hann segir það skipta mestu máli að finna sér hreyfingu sem manni þykir skemmtilegt að stunda.

„Ef þú ert búin(n) að finna þína hreyfingu og ert á fullu að æfa og vilt verða betri þá mæli ég með að þú finnir eitt atriði, má vera mjög lítið, til að bæta næst þegar þú byrjar þína æfingalotu. Ég geri þetta í hvert skipti sem ég byrja nýja sex mánaða æfingalotu, ég hugsa um þetta sem 1% bætingu.  Að hlaupa meira er ekki endilega að fara að skila betri árangri, en betri hlaupastíll, aukin skrefatíðni, betri næring, bættur svefn eða betri andlegur undirbúningur mun kannski koma þér lengra.“

mbl.is