Nær ein heimsókn á hvern landsmann

Eldgos í Geldingadölum | 2. febrúar 2022

Nær ein heimsókn á hvern landsmann

Enn er mikil umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Þótt lítið fari fyrir eldhræringum á svæðinu virðist enn vinsælt að ganga þar um. Samkvæmt talningu ferðamanna á Mælaborði ferðaþjónustunnar komu 252 á gosstöðvarnar síðasta laugardag og litlu færri daginn áður. Alls hafa nú 358.591 ferðamenn komið þangað frá upphafi samkvæmt mælingunni. Það er litlu færra en íbúafjöldi á Íslandi sem er 376 þúsund manns.

Nær ein heimsókn á hvern landsmann

Eldgos í Geldingadölum | 2. febrúar 2022

Gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Gosstöðvarnar í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er mikil umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Þótt lítið fari fyrir eldhræringum á svæðinu virðist enn vinsælt að ganga þar um. Samkvæmt talningu ferðamanna á Mælaborði ferðaþjónustunnar komu 252 á gosstöðvarnar síðasta laugardag og litlu færri daginn áður. Alls hafa nú 358.591 ferðamenn komið þangað frá upphafi samkvæmt mælingunni. Það er litlu færra en íbúafjöldi á Íslandi sem er 376 þúsund manns.

Enn er mikil umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Þótt lítið fari fyrir eldhræringum á svæðinu virðist enn vinsælt að ganga þar um. Samkvæmt talningu ferðamanna á Mælaborði ferðaþjónustunnar komu 252 á gosstöðvarnar síðasta laugardag og litlu færri daginn áður. Alls hafa nú 358.591 ferðamenn komið þangað frá upphafi samkvæmt mælingunni. Það er litlu færra en íbúafjöldi á Íslandi sem er 376 þúsund manns.

„Það er þó nokkur traffík þarna á góðum dögum, sérstaklega um helgar. Teljarinn sýnir að glettilega margir fara þarna og nær hann þó ekki öllum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við Morgunblaðið.

Bæjarstjórinn segir að flestir sem nú eru á ferðinni við Fagradalsfjall séu Íslendingar. Hann kveðst þó búast við að það breytist með hækkandi sól. „Það er ekki stöðug vakt á svæðinu eins og var en lögreglan rennir að bílastæðunum og fylgist með. Við eigum von á því að þegar útlendingar fara að streyma hingað þá aukist traffíkin og þá verðum við í startholunum ef á þarf að halda,“ segir hann.

mbl.is