Fjórði skammturinn í boði fyrir afmarkaðan hóp

Bólusetningar við Covid-19 | 3. febrúar 2022

Fjórði skammturinn í boði fyrir afmarkaðan hóp

Fjórði skammturinn af bóluefni gegn Covid-19 stendur nú ákveðnum hópi fólks til boða hérlendis. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa ákveðnar ónæmisbælandi meðferðir á síðastliðnu ári eða tveimur árum.

Fjórði skammturinn í boði fyrir afmarkaðan hóp

Bólusetningar við Covid-19 | 3. febrúar 2022

Frá bólusetningu gegn Covid-19.
Frá bólusetningu gegn Covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórði skammturinn af bóluefni gegn Covid-19 stendur nú ákveðnum hópi fólks til boða hérlendis. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa ákveðnar ónæmisbælandi meðferðir á síðastliðnu ári eða tveimur árum.

Fjórði skammturinn af bóluefni gegn Covid-19 stendur nú ákveðnum hópi fólks til boða hérlendis. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa ákveðnar ónæmisbælandi meðferðir á síðastliðnu ári eða tveimur árum.

Þessi hópur fékk örvunarskammt af bóluefni, þ.e. þriðja skammtinn, fyrr en aðrir þar sem tveir skammtar þótti ekki vekja fullnægjandi mótefnasvar, jafnvel til skamms tíma. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá þessu á heimasíðu Embættis landlæknis

„Víða erlendis hefur verið miðað við 1 mánuð eftir skammt 2 en hér á landi 3 mánuði, aðallega vegna þess að þessi hópur var mikið til bólusettur svo snemma vorið 2021 að 3-5 mánuðir voru þegar liðnir þegar ákvörðun var tekin um þriðja skammtinn,“ segir í pistli Þórólfs. 

Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Læknar þurfi í mörgum tilvikum að meta ástandið

Einstaklingar í fyrrnefndum hópi geta sóst eftir fjórða skammti „sem er þá hin eiginlega örvunarbólusetning“ þegar að minnsta kosti þrír mánuðir eru liðnir frá því að þessir einstaklingar fengu þriðja skammtinn. 

„Athugið að í mörgum tilvikum er það meðhöndlandi læknir sem þarf að meta hvort líkamsástand eða meðferðarstaða nú gefur tilefni til að nota fjórða skammt. Því er við hæfi að ræða við meðhöndlandi lækni ef óljóst er hvort einstaklingur ætti að sækjast eftir þessum fjórða skammti (sjá tengil hér að ofan) en þá getur læknabréf til heilsugæslu eða í höndum einstaklingsins til að sýna á bólusetningarstað liðkað fyrir,“ skrifar Þórólfur.

mbl.is