Segir mikla kreddufestu hafa ríkt í stjórnun heilbrigðismála

Alþingi | 3. febrúar 2022

Segir mikla kreddufestu hafa ríkt í stjórnun heilbrigðismála

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, var heitt í hamsi er hún ræddi heilbrigðismál í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún sagði ákvarðanir í heilbrigðismálum fyrst og fremst hafa verið pólítískar.

Segir mikla kreddufestu hafa ríkt í stjórnun heilbrigðismála

Alþingi | 3. febrúar 2022

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, var heitt í hamsi er hún ræddi heilbrigðismál í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún sagði ákvarðanir í heilbrigðismálum fyrst og fremst hafa verið pólítískar.

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, var heitt í hamsi er hún ræddi heilbrigðismál í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún sagði ákvarðanir í heilbrigðismálum fyrst og fremst hafa verið pólítískar.

Þorgerður spyr: „Hverskonar della er þetta?“

Benti Þorgerður á að Runólfur Pálsson, nýráðinn forstjóri Landspítalans, hafi sagt það í fréttum RÚV í gærkvöldi að það væri ekki sjálfgefið að spítalinn sinnti öllum þeim verkefnum sem hann sinni í dag. Spurði hún þá Willum Þór hvort hann hafi hugleitt orð Runólfs, hvaða verkefni þetta séu sem hann nefndi og hvort þau verði flutt annað eða lögð niður.

„Eruð þið t.d. farin að sjá fram á það að forvarnastarf vegna skimana fyrir krabbameinum, sem á ekkert endilega heima á hátækni- og háskólasjúkrahúsum, að þeirri ákvörðun verði snúið við? Hvað með liðskiptaaðgerðirnar? Við vitum hver staðan hefur verið síðustu fjögur ár.“

Þá sagði Þorgerður það vera mat Viðreisnar að mikil kreddufesta hafi ríkt þegar kemur að stjórnun heilbrigðismála í landinu. Það hafi bókstaflega átt að leggja allt undir ríkisvaldið.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Kristinn Magnússon

„Vinstri grænir fengu að ráða þessu en alltaf með dyggum stuðningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks því við skulum ekki gleyma því að ráðherra situr í skjóli þingmeirihluta. Þannig þessar ákvarðanir í heilbrigðismálum hafa fyrst og fremst verið pólítískar sem samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn hafa stutt.“

Spurði hún þá Willum hvort hann hyggist beita sér t.d. fyrir því að skimanir á krabbameinum fari til baka og að öðrum en Landspítalanum verði falið verkefni og sömuleiðis hvort hann hyggist beita sér fyrir öðru ferli hjá sjúkratryggingum

„Við fylgjumst núna með nýliðnum dómi í liðskiptaaðgerðum. Sjúkratryggingar mega ekki endurgreiða konu tólf hundruð þúsund krónur sem hún borgaði fyrir þjónustu á Klíníkínni en vessgú, það má borga þetta ef þetta fer á einkaklíník í útlöndum. Hverskonar della er þetta? Þetta er pólítísk ákvörðun fyrst og fremst!“

Óundirbúnar fyrirspurnir fóru fram á Alþingi í dag.
Óundirbúnar fyrirspurnir fóru fram á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðherra segir að horfa þurfi á heildarmyndina

Willum Þór svaraði því svo að hann hafi ekki aðeins séð og lesið orð Runólfs heldur hafi hann einnig rætt málið við hann. Það sem blasi svo við sé að það þurfi að fara í að skoða alla heilbrigðisþjónustuna í einhverskonar samhengi.

„Það samhengi skiptir öllu máli þegar kemur að öllum þeim aðgerðum, skimunum, og liðskiptaaðgerðum sem þingmaður kom hér inn á. Að skilgreina hlutverk Landspítalans, sem hefur mjög víðtækt hlutverk.“

Nýta þurfi alla þá þekkingu sem sé til staðar í kerfinu og byggja samninga á samvinnu og samspili í kerfinu öllu þannig að hægt sé að nýta þá takmörkuðu auðlind sem mannauður heilbrigðiskerfisins er, að því er Willum greindi frá í svari sínu við fyrirspurn Katrínar.

„Markmið okkar allra er að sjúklingar geti farið í aðgerðir hér á landi og það á alveg að ganga upp en til þess að það sé hægt þarf að horfa á þetta allt í heild sinni. Sú vinna og það samtal er farið af stað.“

mbl.is