70% unglingsstelpna fengið nektarmynd

MeT­oo - #Ég líka | 4. febrúar 2022

70% unglingsstelpna fengið nektarmynd

Um 40% grunnskólabarna í 8. til 10. bekk hafa fengið beiðni um að senda nektarmynd og rúmlega 50% ungmenna á framhaldsskólaaldri. Oftast er um að ræða beiðni frá ókunnugum einstaklingi á netinu. Þá er líklegra að stelpur séu beðnar um að senda eða deila af sér nektarmyndum samanborið við drengi.

70% unglingsstelpna fengið nektarmynd

MeT­oo - #Ég líka | 4. febrúar 2022

AFP

Um 40% grunnskólabarna í 8. til 10. bekk hafa fengið beiðni um að senda nektarmynd og rúmlega 50% ungmenna á framhaldsskólaaldri. Oftast er um að ræða beiðni frá ókunnugum einstaklingi á netinu. Þá er líklegra að stelpur séu beðnar um að senda eða deila af sér nektarmyndum samanborið við drengi.

Um 40% grunnskólabarna í 8. til 10. bekk hafa fengið beiðni um að senda nektarmynd og rúmlega 50% ungmenna á framhaldsskólaaldri. Oftast er um að ræða beiðni frá ókunnugum einstaklingi á netinu. Þá er líklegra að stelpur séu beðnar um að senda eða deila af sér nektarmyndum samanborið við drengi.

Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um kynferðislegar athugasemdir og nektarmyndir meðal nemenda í elstu bekkjum grunn- og framhaldsskóla.

Skýrsla/Fjölmiðlanefnd og menntavísindastofnun HÍ

Stelpur líklegri til að upplifa hræðslu

Meðal nemenda í 8. og 10. bekk hafa um 20% fengið kynferðislegt komment á netinu síðastliðið ár en um 29% meðal framhaldsskólanema. Þá voru stelpur á framhaldsskóla aldri um tvöfalt líklegri til að fá slíkt komment.

Skýrsla/Fjölmiðlanefnd og menntavísindastofnun HÍ

Af þeim nemendum sem fengu kynferðislegar athugasemdir hakaði um helmingur í valmöguleikann „mér var sama“ þegar þau voru spurð út í upplifun sína vegna þess.

Þriðjungur grunnskólanemenda fannst það viðbjóðslegt og 11% upplifðu hræðslutilfinningu. Svipað hlutfall var að finna í eldri aldurshópnum en um 27% þátttakenda á framhaldsskólaaldri þótti viðbjóðslegt að fá slík komment og um 9% fundu fyrir hræðslu. Þá voru stelpur líklegri til að finna fyrir hræðslu en strákar, þeir voru líklegri til að þykja kommentin spennandi eða líka við þau. 

Skýrsla/Fjölmiðlanefnd og menntavísindastofnun HÍ

70% stelpna á framhaldsskólaaldri fengið nektarmynd

Þegar kemur að því að fá nektarmyndir sendar eru stelpur mun líklegri en strákar til að hafa fengið slíkar myndir. Þriðjungur nemenda í 8. til 10. bekk hafa fengið sendar nektarmyndir en rúmur helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri. 

Skýrsla/Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ

Í hópi grunnskólabarna í efstu bekkjunum hafa um 42% stelpna fengið sendar nektarmyndir og 25% stráka. Í framhaldsskóla er hlutfallið mun hærra eða um 70% stelpna og 40% stráka.

Voru strákarnir mun líklegri til að þekkja þann sem sendi myndina en alls fengu 70% stelpna mynd senda frá ókunnugum á netinu, samanborið við 30% stráka. Tæpur helmingur stráka fékk myndina senda frá maka. Hlutfall stelpna sem höfðu fengið mynd frá maka var lægra, eða um 37%.

mbl.is