Talsvert færri sendingar

Kórónukreppan | 4. febrúar 2022

Talsvert færri sendingar

Minni umsvif voru hjá Póstinum fyrir síðustu jól en árið þar á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu Ingu Jónsdóttur, forstöðumanni markaðsdeildar Póstsins, spannar álag vegna jólanna í Póstinum núorðið þrjá síðustu mánuði ársins.

Talsvert færri sendingar

Kórónukreppan | 4. febrúar 2022

mbl.is/Hari

Minni umsvif voru hjá Póstinum fyrir síðustu jól en árið þar á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu Ingu Jónsdóttur, forstöðumanni markaðsdeildar Póstsins, spannar álag vegna jólanna í Póstinum núorðið þrjá síðustu mánuði ársins.

Minni umsvif voru hjá Póstinum fyrir síðustu jól en árið þar á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu Ingu Jónsdóttur, forstöðumanni markaðsdeildar Póstsins, spannar álag vegna jólanna í Póstinum núorðið þrjá síðustu mánuði ársins.

Kristín segir að þegar horft er til fjögurra meginflokka rekstrar hjá Póstinum megi greina áframhaldandi fækkun í dreifingu á bréfum innanlands. Samdráttur á fjórða ársfjórðungi 2021 frá sama ársfjórðungi 2020 nam 17%. Í þessum flokki eru jólakort en jólakortasendingar hafa dregist mikið saman síðustu ár.

Sendingar til útlanda drógust saman um 6% á milli ára á tímabilinu og sendingar frá útlöndum drógust saman um 11%. Mesti samdrátturinn var þó í innlendum vörusendingum, alls 20% frá sama tímabili árið 2020. Hafa ber þó í huga að það ár var æði sérstakt vegna samkomutakmarkana og annarra áhrifa af völdum kórónuveirunnar.

mbl.is