Ætlar að eyða sumrinu í fjallgöngur

Fjallganga | 6. febrúar 2022

Ætlar að eyða sumrinu í fjallgöngur

Fanney Sizemore er mikill heimshornaflakkari og fyrir heimsfaraldurinn var hún sífellt að plana nýjar, og nýjar ferðir til útlanda. Í heimsfaraldrinum hefur hún ferðast mikið innanlands og er sífellt á einhverju flakki um landið að ganga á fjöll. Fanney vinnur í leikmunadeild Borgarleikhússins og meðfram vinnu leggur hún stund á fjallamennskunám í FAS á Höfn í Hornafirði. 

Ætlar að eyða sumrinu í fjallgöngur

Fjallganga | 6. febrúar 2022

Fanney Sizemore leggur stund á fjallamennskunám í FAS á Höfn.
Fanney Sizemore leggur stund á fjallamennskunám í FAS á Höfn.

Fanney Sizemore er mikill heimshornaflakkari og fyrir heimsfaraldurinn var hún sífellt að plana nýjar, og nýjar ferðir til útlanda. Í heimsfaraldrinum hefur hún ferðast mikið innanlands og er sífellt á einhverju flakki um landið að ganga á fjöll. Fanney vinnur í leikmunadeild Borgarleikhússins og meðfram vinnu leggur hún stund á fjallamennskunám í FAS á Höfn í Hornafirði. 

Fanney Sizemore er mikill heimshornaflakkari og fyrir heimsfaraldurinn var hún sífellt að plana nýjar, og nýjar ferðir til útlanda. Í heimsfaraldrinum hefur hún ferðast mikið innanlands og er sífellt á einhverju flakki um landið að ganga á fjöll. Fanney vinnur í leikmunadeild Borgarleikhússins og meðfram vinnu leggur hún stund á fjallamennskunám í FAS á Höfn í Hornafirði. 

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Ég er mjög ævintýragjörn, þannig ég myndi segja að ferðalög þar sem ég upplifi eitthvað nýtt séu í uppáhaldi. FyrirCovid fór ég nokkuð oft til útlanda og var ég stanslaust að plana næstu utanlandsferð. Þá fór ég annað hvort ein, flakkaði um og skoðaði nýja staði, eða þá ég fór með vinum mínum álindy hop hátíðir erlendis. Eftir að þettaCovid ástand skall á, þá gat ég ekki sinntlindy hop áhugamálinu og fór því að stunda fjallgöngur í staðinn. Núna plana ég bara endalausar gönguferðir með allt á bakinu. Þær hafa einskorðast við ferðir innanlands, en ég hlakka til þess að labba í útlöndum við tækifæri.“

Fjallgöngur gefa Fanney mikla gleði og líka stolt.
Fjallgöngur gefa Fanney mikla gleði og líka stolt.

Hvenær heillaðist þú fyrst af fjallgöngum?

„Fyrir nokkrum árum þegar vinkona mín dró mig í göngu í Reykjadal. Þá hafði ég ekki farið í fjallgöngu frá því ég var barn austur á fjörðum. Fannst þetta bara vera algjör vitleysa að vera að labba upp brekku að ástæðulausu. En þegar ég uppgötvaði staðina sem aðeins væri hægt að sjá með því að fara fótgangandi þá fór ég að hafa áhuga. Ég fór í nokkrar fjallgöngur næstu árin á eftir, en var í engu gönguformi og þá er þetta alltaf meira óyfirstíganlegt. Þegar ég gat ekki sinntlindy hop áhugamálinu mínu íCovid, þá ákvað ég að nýta tímann til þess að koma mér í gönguform. Ég og vinir mínir ákváðum að ganga Fimmvörðuhálsinn um sumarið og ég sem fer alltaf alla leið í öllu bjó til dagskrá fyrir okkur með æfingagöngum tvisvar í viku. Þarna má segja að útivistardellan hafi kviknað fyrir alvöru.“

Útivistardellan kviknaði fyrir alvöru í heimsfaraldrinum.
Útivistardellan kviknaði fyrir alvöru í heimsfaraldrinum.

Hvað gefur það þér að ganga á fjöll?

„Fyrst og fremst gleði. Já og stolt. Því ég er alltaf að ná markmiði, komast á leiðarenda eða komast á toppinn. Fjallgöngur hafa kennt mér þrautseigju, að ég geti miklu meira en ég held að ég geti. Einnig finnst mér það ómetanlegt að eyða svona miklum tíma utandyra, að fara út að leika í öllum veðrum og í öllum árstíðum. Anda að mér frísku fjallaloftinu og virða fyrir mér þetta fallega land sem við eigum.“

Hver er síðasta ferð sem þú fórst í?

„Ég er búin að vera á smá flakki undanfarna mánuði þar sem ég fer reglulega í lotur í skólanum mínum. Síðast í október fór ég í námskeið sem heitir jöklagrunnur og var það kennt í Öræfum. Þar vorum við að hanga á skriðjöklum í nokkra daga sem var æðislegt. En svo er ég alltaf í litlummini-ævintýrum þar sem ég fer mikið í dagsferðir með gönguklúbbnum sem ég er í, Toppförum. Núna á laugardaginn gengum við allan Bláfjallahrygginn, frá Skíðasvæðinu og yfir á Vífilsfell. Sama kvöld keyrði ég svo í Hvalfjörðinn ásamt vinkonu minni þar sem við tjölduðum eina nótt, en við erum að prufa okkur áfram í vetrarútilegum.“

Stóra markmið Fanneyjar er að ganga á suðurtind Hrútfjallstinda í …
Stóra markmið Fanneyjar er að ganga á suðurtind Hrútfjallstinda í maí.

Ertu búin að plana ferðaárið 2022?

„Ég er alltaf að plana einhverjar ferðir. Næsta stóra markmið hjá mér er að ganga á Suðurtind Hrútfjallstinda með Toppförum í Maí. Svo á ég nokkrar spennandi lotur í vændum í skólanum. Sumrinu ætla ég að eyða sem mest í fjallgöngum og ferðum með allt á bakinu ásamt vinkonu minni. Við eigum báðar Lónsöræfi og Hornstrandir eftir þannig það er efst á listanum. Annars vorum við að hugsa að skipuleggja bara slatta af ferðum og láta svo veðrið ráða förinni.“

Hvaða stöðum á Íslandi mælir þú með að fólk heimsæki?

„Ég mæli bara með því að fólk fari út fyrir malbikið og skoði þetta fallega land sem við eigum. Við erum svo heppin að það þarf ekki að fara langt út fyrir bæinn til þess að uppgötva stórkostlega náttúru.“

Fanney mælir með að fólk kíki út fyrir malbikið og …
Fanney mælir með að fólk kíki út fyrir malbikið og upplifi náttúruna.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?

„Ég á mjög erfitt með að velja einhvern ákveðinn stað, svo margir fallegir. En að vísu tengist maður sumum stöðum meir en öðrum. Ég ólst upp að hluta á Austfjörðum, þannig þeir skipa alltaf ákveðinn sess í hjarta mínu. Einnig er mér farið að þykja mjög vænt um Höfn og Öræfin eftir að ég fór að fara svona oft í ferðir þangað í skólanum. En ég gleymi því aldrei þegar ég fór í Landmannalaugar í fyrsta skiptið, hef aldrei áður gapað af undrun yfir nokkrum stað.“

Hvað er ómissandi í ferðalagið?

„Ja, það fer nú eftir því hvernig ferðalagið er! En hér koma mín trix: Í bakpokaferðalagi finnst mér ómissandi að taka með mér nuddkúlu með handfangi til þess að nudda þreytta leggi og mjaðmir eftir göngu dagsins, (360 gr sem er þess virði að bera!) . Í borgarferðum í útlöndum þá segi ég kælandi fótakrem. Ef þú ert að fara einn í ferðalag á sólríkan stað, þá mæli ég með sleif til þess að geta borið sjálfur sólarvörn á bakið á sér. Annars er góða skapið bara alltaf ómissandi í öllum ferðum.“

mbl.is