Þetta er orðið sem ætti að banna

Heilsurækt | 6. febrúar 2022

Þetta er orðið sem ætti að banna

Næringarfræðingurinn Lyndi Cohen segir eitt orð tröllríða heilsubransanum. Það sé skaðlegt orð sem magnar upp samviskubit og niðurrif einstaklinga. 

Þetta er orðið sem ætti að banna

Heilsurækt | 6. febrúar 2022

Það er alltaf verið að segja manni hvað maður ætti …
Það er alltaf verið að segja manni hvað maður ætti að gera. Getty images

Næringarfræðingurinn Lyndi Cohen segir eitt orð tröllríða heilsubransanum. Það sé skaðlegt orð sem magnar upp samviskubit og niðurrif einstaklinga. 

Næringarfræðingurinn Lyndi Cohen segir eitt orð tröllríða heilsubransanum. Það sé skaðlegt orð sem magnar upp samviskubit og niðurrif einstaklinga. 

„Mín persónulega skoðun er að orðið „ætti“ sé eitt skaðlegasta orð sem til er,“ segir Cohen.

„Við notum það stöðugt til þess að vekja hjá okkur samviskubit eins og til dæmis:

„Ég ætti að hafa nægan tíma til þess að ná að áorka öllu sem ég þarf að áorka. Afhverju finnst mér ég vera að drukkna?“

„Ég ætti að eiga Instagram-fullkomið líf. Afhverju á ég það ekki?“

„Ég ætti að skammast mín fyrir að klæða mig svona.“

„Þetta orðalag er gegnumgangandi í heilsubransanum. Þú ættir að vera saddur eftir sex möndlur. Kona ætti að þurfa aðeins 1200 hitaeiningar á dag. Þú ættir að brenna svona margar hitaeiningar í sérhverri æfingu,“ segir Cohen.

„Einn stærsti misskilningurinn í heilsubransanum er að konur ættu að hafa minni matarlyst en karlar. Eða ættu að minnsta kosti að hafa betri stjórn á þeim hvötum og borða þar af leiðandi minna. Litlum strákum er hrósað fyrir að borða mikið því þá verða þeir stórir og sterkir en það er horft undarlega á stelpur sem fá sér meira á diskinn.“

„Ég vil hins vegar leggja áherslu á að fólk hlusti á líkama sinn og nærist eftir því.“ 

mbl.is