Kóalabirnir í útrýmingarhættu

Krúttleg dýr | 11. febrúar 2022

Kóalabirnir í útrýmingarhættu

Kóalabirnir eru nú taldir vera í útrýmingarhættu á stórum svæðum á austurströnd Ástralíu þar sem þeim er talið hafa fækkað um nærri helming á tuttugu árum.

Kóalabirnir í útrýmingarhættu

Krúttleg dýr | 11. febrúar 2022

Dýrin hafa lengi verið talin táknmynd dýralífs Ástralíu.
Dýrin hafa lengi verið talin táknmynd dýralífs Ástralíu. AFP

Kóalabirnir eru nú taldir vera í útrýmingarhættu á stórum svæðum á austurströnd Ástralíu þar sem þeim er talið hafa fækkað um nærri helming á tuttugu árum.

Kóalabirnir eru nú taldir vera í útrýmingarhættu á stórum svæðum á austurströnd Ástralíu þar sem þeim er talið hafa fækkað um nærri helming á tuttugu árum.

Ný rannsókn í Ástralíu bendir til þess að dýrategundin yrði útdauð árið 2050 ef ekki yrði gripið til aðgerða strax.

Dýrin hafa lengi verið talin táknmynd dýralífs Ástralíu. Kóalabirnir eru pokadýr sem eiga heimkynni sín í skógarsvæðum í Ástralíu. Þeir eru jurtaætur sem nærast nær eingöngu á laufum tröllatrjáa. 

Kóalabirnir eyða langmestum hluta ævi sinnar uppi í trjám sérstaklega vegna þess að þeir eru mjög berskjaldaðir fyrir árásum rándýra á jörðunni. Afkomu þeirra er nú ógnað meðal annars vegna gróðurelda, þurrka og sjúkdóma.

Meiddur Kóalabjörn fær umönnun dýralækna eftir að hafa lent í …
Meiddur Kóalabjörn fær umönnun dýralækna eftir að hafa lent í skógareldunum. AFP

Skógareldarnir haft gífurleg áhrif á stofninn

Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, sagði skráningu dýranna í útrýmingarhættu setja þau í aukinn forgang þegar kemur að því að vernda þau í fylkjunum Nýju Suður-Wales og Queensland.

Tegundin hefur í um tíu ára skeið verið skráð sem viðkvæm dýrategund og hefur stofninn hrunið undanfarna tvo áratugi.

Áætlað er að skógareldarnir í Ástralíu árin 2019 og 2020 hafi drepið um 5.000 Kóalabirni og haft áhrif á 24 prósent búsvæða dýranna í Nýju-Suður Wales.

Umhverfisráðherrann segir að til standi að verja tæpum 4,5 milljörðum íslenskra króna í að vernda kjörlendi dýranna. Þrátt fyrir að dýraverndarsinnar fagni ákvörðun stjórnvalda hafa þau verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr.

mbl.is