Andlega ferðalagið byrjaði í grunnskóla

Heilsurækt | 13. febrúar 2022

Andlega ferðalagið byrjaði í grunnskóla

Sara María Júlíudóttir vinnur nú að því ásamt góðum hópi að opna jógastöðina Eden í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Sara heillaðist algerlega af rýminu og segist vera komin með netta þráhyggju fyrir húsinu. Sara er jógakennari, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og markþjálfari. Undanfarin ár hefur hún rekið Eden í liltu rými í Dugguvogi en nú hafa þau sprengt húsnæðið utan af sér og tímabært að flytja. 

Andlega ferðalagið byrjaði í grunnskóla

Heilsurækt | 13. febrúar 2022

Sara María Júlíudóttir vinnur nú að því að opna nýja …
Sara María Júlíudóttir vinnur nú að því að opna nýja og stærri Eden í gömlu kartöflugeymslunum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sara María Júlíudóttir vinnur nú að því ásamt góðum hópi að opna jógastöðina Eden í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Sara heillaðist algerlega af rýminu og segist vera komin með netta þráhyggju fyrir húsinu. Sara er jógakennari, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og markþjálfari. Undanfarin ár hefur hún rekið Eden í liltu rými í Dugguvogi en nú hafa þau sprengt húsnæðið utan af sér og tímabært að flytja. 

Sara María Júlíudóttir vinnur nú að því ásamt góðum hópi að opna jógastöðina Eden í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Sara heillaðist algerlega af rýminu og segist vera komin með netta þráhyggju fyrir húsinu. Sara er jógakennari, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og markþjálfari. Undanfarin ár hefur hún rekið Eden í liltu rými í Dugguvogi en nú hafa þau sprengt húsnæðið utan af sér og tímabært að flytja. 

„Í Nýja Eden verður teymi af jógakennurum, markþjálfum, dáleiðurum og sálfræðingum sem halda utan um þá sem koma í jóga þar sem fókusinn er á endurheimt á taugakerfinu og aðhald að heilun hvers og eins. Þar verða námskeið, fyrirlestrar, jóga dans og opið hús fyrir korthafa stöðvarinnar þar sem ég vil leggja áherslu á að samfélagið verði sterkara saman,“ segir Sara í viðtali við Smartland. 

Sara er jóakennari og kennir einnig jógakennaranám.

„Það er mikill lærdómur í því sem tók mína jógaiðkun og skilning dýpra fyrir hvern hóp. Ég hef lært margar mismunandi leiðir til að hjálpa fólki að heila sitt taugakerfi og er þar „cranio sacral“ meðferðin sú sem að mér finnst mest spennandi og jafnvel áhrifaríkust. Ég er lærður markþjálfi og nota allar þær aðferðir sem ég hef lært til þess að skapa heildrænt ferli fyrir þá sem koma til mín,“ segir Sara. 

Sara María, Lovísa Kristín Einarsdóttir og Dagný Rós Sigurðardóttir.
Sara María, Lovísa Kristín Einarsdóttir og Dagný Rós Sigurðardóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sara er kona andans og hefur verið á andlegu ferðalagi í mörg ár. Hún er í námi í transpersonal psychotherapy, en það er svið sálfræðinnar sem rannsakar og vinnur með vitundarstig sem er jafnan flokkað undir andlega þætti. Hún ætlar að ljúka doktorsgráðu í faginu. 

„Ég held að ég hafi byrjað mitt andlega ferðalag strax í grunnskóla ef ekki fyrr. Ég hef alltaf haft áhuga á því sem ekki sést, spáði í árur og hlustaði á geisladisk með hvalasöng í grunnskóla,“ segir Sara sem hefur notað hugvíkkandi efni til að komast að því hver hún sannarlega er. 

„Þau hafa hjálpað mér að nálgast staði og atvik innra með mér sem ég hélt að ekki væri hægt að nálgast, heila eða væru of sársaukafullir til að vita af. Þau hafa gefið mér nýja og dýpri lífssýn en ég hefði getað ímyndað mér að væri til. Þau hafa hjálpað mér að finna dýpri ró og frið, og gleði,“ segir Sara. 

Sara segir hugvíkkandi efni hafa hjálpað henni mikið.
Sara segir hugvíkkandi efni hafa hjálpað henni mikið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fjölskyldan vinnur saman

Með Söru vinna að opnunni sonur hennar og tengdadóttir og segi Sara það vera algeran draum að geta unnið saman með börnunum sínum. „Tengdadóttir mín á sama afmælisdag og ég og elskar blóm jafn mikið og ég og hefur áhuga á nánast öllu því sama þannig að þetta er eins og fallegur draumur sem er búin að rætast. Við erum á sömu bylgjulengd og elskum að vera saman,“ segir Sara.

Í kartöflugeymslunum ætla þau einnig að opna heilsutengda búð en Sara var búin að hafa augastað á húsnæðinu lengi. „Ég er ekki ein um það að hafa verið með netta þráhyggju fyrir þessu húsi en kannski á næsta „leveli“ en margir. Í nokkur ár hefur það gerst að ég hef verið á leiðinni heim en „óvart“ verið komin þangað uppeftir. Ég hef í mörg ár verið með sterka „heima“ tilfinningu fyrir þessu húsi þannig að það var ekki erfitt að stökkva til þegar tækifærið gafst. Mér finnst allt sem er skrýtið og öðruvísi spennandi og orkan þarna er einstök. Þrátt fyrir að vera alveg við Miklubraut er samt smá eins og að maður sé kominn út fyrir bæinn að vissu leyti,“ segir Sara. 

Nýja Eden er enn á framkvæmdastigi og mikið verk fyrir höndum. „Það er vægast sagt meira verk en við gerðum okkur grein fyrir að koma gamalli kartöflugeymslu í stand þannig að það sé fallegt og þægilegt að vera þar í jóga og þessháttar starsemi. Sem betur fer er ég með mikið af ótrúlegu fólki í kringum mig sem langar að hjálpa þessu verkefni að fæðast en vá hvað það kostar mikið að framkvæma svona en við höfum 100% trú á þessu og höldum bara áfram.“

Sara segir draum að fá að vinna með fjölskyldunni í …
Sara segir draum að fá að vinna með fjölskyldunni í Eden. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is